Þýska liðið Eintracht Frankfurt og skoska liðið Rangers mætast í kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en leikurinn fer fram í Sevilla á Spáni.
Það er mikið undir í þessum leik því sigurvegarinn tryggir sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.30
Rangers hefur ekki komust í úrslitaleik í Evrópukeppni í fjórtán ár og ekki unnið Evróputitil í fimmtíu ár eða síðan þeir unnu Evrópukeppni bikarhafa 1972.
Skoskt lið hefur heldur ekki unnið Evróputitil síðan að Aberdeen vann Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 undir stjórn Sir Alex Ferguson.
Ungur stuðningsmaður Rangers var ekki fæddur þegar Rangers liðið spilaði síðasta úrslitaleikinn sinn og foreldrar hans komu honum heldur betur á óvart. Hér fyrir neðan má sjá strákinn komast að því að hann væri að fara á leikinn í Sevilla með foreldrum sínum.