Engin kósýteppi í boði í Hússtjórnarskólanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2022 23:00 Hér í Hússtjórnarskólanum verður nóg um værðarvoðir næstu misseri. vísir/sigurjón Skólameistari Hússtjórnarskólans til 24 ára útskrifaði í dag nemendur sína í síðasta skipti. Við kíktum í skólann með reynsluboltanum og eftirmanni hennar, sem lofar að halda í hefðir lærimóður sinnar. Í áttatíu ár hefur Hússtjórnarskólinn, sem áður hét Húsmæðraskólinn, verið starfræktur á Sólvallagötu í gamla Vesturbænum. Síðustu 24 ár hefur honum verið stýrt traustum höndum Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur sem lýkur nú starfi sínu 75 ára að aldri. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við í Hússtjórnarskólann og spjölluðum við bæði fráfarandi og verðandi skólameistarana: Margréti finnst nokkuð skrýtið að láta af störfum eftir öll þessi ár: „Þetta er svakalega skrýtið. Ógurlega skrýtið. Ég hugsaði í morgun hérna við að slíta skólanum 48 sinnum. Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir Margrét. En arftakinn er vel að starfinu kominn. Það er hún Marta María Arnarsdóttir, sem er landsmönnum vel kunn eftir að hafa stýrt Covid-sýnatökunum við Suðurlandsbraut í heimsfaraldrinum. Þær stöllur Marta og Margrét við hinn svokallaða prinsessustiga í skólabyggingunni.vísir/ívar „Það er búið að vera ansi skemmtilegt á Suðurlandsbrautinni. Mikið at og mikið um að vera. Ég á alveg klárlega eftir að sakna þess en ég tek fagnandi á móti þessu nýja starfi. Það verður mjög spennandi,“ segir Marta María. En ætlar nýi skólameistarinn sér að breyta til eða halda í hefðir Margrétar? „Ég er búin að fylgjast vel með Margréti; hvernig hún lagar kaffið og sýður grautinn og svona. Það verður að vera eins,“ segir Marta María. Og Margrét grípur inn í: „Það náttúrulega koma alltaf breytingar á einhverju ungu fólki og nýju fólki. En ég er viss um að hún fari ekkert í einhverjar róttækar og stórkostlega svakalegar breytingar að snúa öllu við fyrsta árið.“ Þú yrðir ekki sátt með það? „Mér kemur þetta ekkert við. Auðvitað hugsa ég mér... æ ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Margrét. Engar enskuslettur hér Skólinn tekur 24 nemendur hverja önn og í húsinu er heimavist fyrir 15 þeirra. En hvað er það sem kennt er í Hússtjórnarskólanum? Það telur Margrét upp í einni runu: „Í fyrsta lagi matreiðsla, ræsting, næringarfræði, vörufræði, prjón, hekl, vefnaður, fatasaumur, útsaumur. Þá er það upptalið.“ Í skólanum er svo einstök vefstofu þar sem unnar eru alls kyns vefnaðarvörur en alls ekki nein kósýteppi eins og Margrét hamrar á. „Þetta eru værðarvoðir,“ segir hún ákveðin. „Hér eru sko engin kósýteppi.“ Já, í Hússtjórnarskólanum hefur Margrét haldið í góða íslensku og vonar að arftaki sinn geri það líka. Því má búast við að fleiri værðarvoðir verði ofnar þar á næstu árum. Skóla - og menntamál Hús og heimili Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Í áttatíu ár hefur Hússtjórnarskólinn, sem áður hét Húsmæðraskólinn, verið starfræktur á Sólvallagötu í gamla Vesturbænum. Síðustu 24 ár hefur honum verið stýrt traustum höndum Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur sem lýkur nú starfi sínu 75 ára að aldri. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við í Hússtjórnarskólann og spjölluðum við bæði fráfarandi og verðandi skólameistarana: Margréti finnst nokkuð skrýtið að láta af störfum eftir öll þessi ár: „Þetta er svakalega skrýtið. Ógurlega skrýtið. Ég hugsaði í morgun hérna við að slíta skólanum 48 sinnum. Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir Margrét. En arftakinn er vel að starfinu kominn. Það er hún Marta María Arnarsdóttir, sem er landsmönnum vel kunn eftir að hafa stýrt Covid-sýnatökunum við Suðurlandsbraut í heimsfaraldrinum. Þær stöllur Marta og Margrét við hinn svokallaða prinsessustiga í skólabyggingunni.vísir/ívar „Það er búið að vera ansi skemmtilegt á Suðurlandsbrautinni. Mikið at og mikið um að vera. Ég á alveg klárlega eftir að sakna þess en ég tek fagnandi á móti þessu nýja starfi. Það verður mjög spennandi,“ segir Marta María. En ætlar nýi skólameistarinn sér að breyta til eða halda í hefðir Margrétar? „Ég er búin að fylgjast vel með Margréti; hvernig hún lagar kaffið og sýður grautinn og svona. Það verður að vera eins,“ segir Marta María. Og Margrét grípur inn í: „Það náttúrulega koma alltaf breytingar á einhverju ungu fólki og nýju fólki. En ég er viss um að hún fari ekkert í einhverjar róttækar og stórkostlega svakalegar breytingar að snúa öllu við fyrsta árið.“ Þú yrðir ekki sátt með það? „Mér kemur þetta ekkert við. Auðvitað hugsa ég mér... æ ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Margrét. Engar enskuslettur hér Skólinn tekur 24 nemendur hverja önn og í húsinu er heimavist fyrir 15 þeirra. En hvað er það sem kennt er í Hússtjórnarskólanum? Það telur Margrét upp í einni runu: „Í fyrsta lagi matreiðsla, ræsting, næringarfræði, vörufræði, prjón, hekl, vefnaður, fatasaumur, útsaumur. Þá er það upptalið.“ Í skólanum er svo einstök vefstofu þar sem unnar eru alls kyns vefnaðarvörur en alls ekki nein kósýteppi eins og Margrét hamrar á. „Þetta eru værðarvoðir,“ segir hún ákveðin. „Hér eru sko engin kósýteppi.“ Já, í Hússtjórnarskólanum hefur Margrét haldið í góða íslensku og vonar að arftaki sinn geri það líka. Því má búast við að fleiri værðarvoðir verði ofnar þar á næstu árum.
Skóla - og menntamál Hús og heimili Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum