Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. maí 2022 23:00 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður starfshópsins og aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. Starfshópurinn, sem var skipaður af forsætisráðherra í febrúar, kynnti niðurstöður sínar í dag en alls voru lagðar fram 28 tillögur að umbætum í sjö flokkum. Um er að ræða aðgerðir sem miða að því að auka framboð til að mæta uppsafnaðri og fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa til skemmri og lengri tíma, stuðla að auknum stöðugleika og bæta almennt stöðuna á húsnæðismarkaði. Mikil óvissa er nú til staðar þar sem eftirspurnin er töluvert meiri en framboðið og íbúðaverð heldur áfram að hækka. Því sé mikilvægt að bregðast við. „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni, þetta tekur allt tíma,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður starfshópsins og aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Að leggja áherslu á trygga uppbyggingu og stöðuga uppbyggingu, það er í rauninni eina meðalið sem er hægt að koma með núna inn á þennan markað, það er aukið framboð,“ segir hún enn fremur. Til þess að örva framboðið þurfi að efla áætlanagerð, samþætta ferla, endurskoða löggjöf, tryggja uppbyggingu samgönguinnviða, auka húsnæðisöryggi leigjenda og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum. Nauðsynlegt að byggja mikið Fyrsta tillaga starfshópsins er að ríkið og sveitarfélög geri samkomulag um uppbyggingu 35 þúsund íbúða á landsvísu á næstu tíu árum. „Það þarf algjörlega að spýta í og það er í rauninni það sem við sem við erum að reyna að tryggja núna með því að leggja það til að ríki og sveitarfélög geri þennan rammasamning og geri síðan samninga á þeim grundvelli, það er að tryggja þessa uppbyggingu, þessa nauðsynlegu uppbyggingu,“ segir Anna Byggja þarf fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og þrjú þúsund á ári næstu fimm ár þar á eftir til að áætlunin gangi eftir. Bráðabirgðatölur sýna að um 3.200 íbúðir voru byggðar í fyrra en áætlað er að tæplega 2.800 íbúðir verði byggðar í ár og tæplega 3.100 árið 2023. „Það þarf að byggja meira og það er ekki nóg að byggja bara meira heldur þurfum við líka að tryggja íbúðir sem eru á viðráðanlegu verði, það er að segja hagkvæmar íbúðir,“ segir Anna. Á grundvelli tillagnanna munu stjórnvöld nú þegar leggja áherslu á aukna uppbyggingu íbúða, endurbættan húsnæðisstuðning og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Þó það kunni að taka tíma að framkvæma þær aðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru bjartari tímar fram undan. „Við erum að vonast til þess að ef það er bara yfirlýst markmið og yfirlýst áætlun um uppbyggingu, að þá sé líka aukinn fyrirsjáanleiki með það og fólk aðeins róist. Það er ekki verið að selja síðustu íbúðina, það eru að koma fleiri,“ segir Anna. Húsnæðismál Leigumarkaður Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Starfshópurinn, sem var skipaður af forsætisráðherra í febrúar, kynnti niðurstöður sínar í dag en alls voru lagðar fram 28 tillögur að umbætum í sjö flokkum. Um er að ræða aðgerðir sem miða að því að auka framboð til að mæta uppsafnaðri og fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa til skemmri og lengri tíma, stuðla að auknum stöðugleika og bæta almennt stöðuna á húsnæðismarkaði. Mikil óvissa er nú til staðar þar sem eftirspurnin er töluvert meiri en framboðið og íbúðaverð heldur áfram að hækka. Því sé mikilvægt að bregðast við. „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni, þetta tekur allt tíma,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður starfshópsins og aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Að leggja áherslu á trygga uppbyggingu og stöðuga uppbyggingu, það er í rauninni eina meðalið sem er hægt að koma með núna inn á þennan markað, það er aukið framboð,“ segir hún enn fremur. Til þess að örva framboðið þurfi að efla áætlanagerð, samþætta ferla, endurskoða löggjöf, tryggja uppbyggingu samgönguinnviða, auka húsnæðisöryggi leigjenda og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum. Nauðsynlegt að byggja mikið Fyrsta tillaga starfshópsins er að ríkið og sveitarfélög geri samkomulag um uppbyggingu 35 þúsund íbúða á landsvísu á næstu tíu árum. „Það þarf algjörlega að spýta í og það er í rauninni það sem við sem við erum að reyna að tryggja núna með því að leggja það til að ríki og sveitarfélög geri þennan rammasamning og geri síðan samninga á þeim grundvelli, það er að tryggja þessa uppbyggingu, þessa nauðsynlegu uppbyggingu,“ segir Anna Byggja þarf fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og þrjú þúsund á ári næstu fimm ár þar á eftir til að áætlunin gangi eftir. Bráðabirgðatölur sýna að um 3.200 íbúðir voru byggðar í fyrra en áætlað er að tæplega 2.800 íbúðir verði byggðar í ár og tæplega 3.100 árið 2023. „Það þarf að byggja meira og það er ekki nóg að byggja bara meira heldur þurfum við líka að tryggja íbúðir sem eru á viðráðanlegu verði, það er að segja hagkvæmar íbúðir,“ segir Anna. Á grundvelli tillagnanna munu stjórnvöld nú þegar leggja áherslu á aukna uppbyggingu íbúða, endurbættan húsnæðisstuðning og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Þó það kunni að taka tíma að framkvæma þær aðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru bjartari tímar fram undan. „Við erum að vonast til þess að ef það er bara yfirlýst markmið og yfirlýst áætlun um uppbyggingu, að þá sé líka aukinn fyrirsjáanleiki með það og fólk aðeins róist. Það er ekki verið að selja síðustu íbúðina, það eru að koma fleiri,“ segir Anna.
Húsnæðismál Leigumarkaður Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59
Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01
Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21