Segir starfsmenn hugsa sér til hreyfings eftir fund um útboð Árni Sæberg skrifar 20. maí 2022 15:39 Til stendur að bjóða út starfsemi Landspítala á Vífilsstöðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda. Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila. Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila.
Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59