Gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt vegna skattsvika Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2022 17:39 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti síðdegis. Vísir/Vilhelm Kona, sem sat í stjórn einkahlutafélagsins Hæ ehf., hefur verið gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt til ríkissjóðs fyrir skattalagabrot á árunum 2016 og 2017. Konan var sýknuð af tveimur ákæruliðum, en játaði brot sín samkvæmt þriðja ákæruliðnum sem sneri að broti gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Konan bar ábyrgð á skattskilum félagsins sem stóð ríkissjóði ekki skil á staðgreiðslu opinbera gjalda að fjárhæð um átján milljóna króna árin 2016 og 2017. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag en framkvæmdastjóri Hæ ehf. sem var einnig ákærður, hafði áður verið sakfelldur fyrir þann tíma sem hann var skráður framkvæmdarstjóri félagsins, eða fram til 12. október 2017. Við þá sakfellingu var vísað til ábyrgðar hans sem skráðs framkvæmdastjóra eftir lögum um einkahlutafélög. Varð því að taka til álita hvort að konan hafi í raun borið ábyrgð á skattaskilum einkahlutafélagsins en hún tók sæti í stjórn félagsins í október 2017. Í dómi Landsréttar var konan talin hafa verið almennur starfsmaður félagsins Hæ ehf. fyrir þann tíma sem hún tók við stjórnarsetu og var því sýknuð af brotum fyrir utan þann tíma sem hún sat í stjórn félagsins. Samkvæmt því var konan sakfelld fyrir að hafa ekki staðið skil þau þrjú greiðslutímabil sem hún sat í stjórn að fjárhæð 18.089.213 krónur en félagið var nokkru síðar tekið til gjaldþrotaskipta. Þá voru ágallar á þeim ákærulið er sneri að peningaþvætti taldir svo verulegir að óhjákvæmilegt var að vísa þeim ákærulið frá dómi. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Sjá meira
Konan var sýknuð af tveimur ákæruliðum, en játaði brot sín samkvæmt þriðja ákæruliðnum sem sneri að broti gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Konan bar ábyrgð á skattskilum félagsins sem stóð ríkissjóði ekki skil á staðgreiðslu opinbera gjalda að fjárhæð um átján milljóna króna árin 2016 og 2017. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag en framkvæmdastjóri Hæ ehf. sem var einnig ákærður, hafði áður verið sakfelldur fyrir þann tíma sem hann var skráður framkvæmdarstjóri félagsins, eða fram til 12. október 2017. Við þá sakfellingu var vísað til ábyrgðar hans sem skráðs framkvæmdastjóra eftir lögum um einkahlutafélög. Varð því að taka til álita hvort að konan hafi í raun borið ábyrgð á skattaskilum einkahlutafélagsins en hún tók sæti í stjórn félagsins í október 2017. Í dómi Landsréttar var konan talin hafa verið almennur starfsmaður félagsins Hæ ehf. fyrir þann tíma sem hún tók við stjórnarsetu og var því sýknuð af brotum fyrir utan þann tíma sem hún sat í stjórn félagsins. Samkvæmt því var konan sakfelld fyrir að hafa ekki staðið skil þau þrjú greiðslutímabil sem hún sat í stjórn að fjárhæð 18.089.213 krónur en félagið var nokkru síðar tekið til gjaldþrotaskipta. Þá voru ágallar á þeim ákærulið er sneri að peningaþvætti taldir svo verulegir að óhjákvæmilegt var að vísa þeim ákærulið frá dómi. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Sjá meira