Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 20. maí 2022 18:14 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík eins og undanfarna daga, en ekki síður stöðuna um allt land, þar sem víðast hvar er kominn öllu meiri skriður á viðræður. Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira