Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 12:05 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Egill Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. Leiguverð hefur hækkað talsvert á síðustu misserum og virðist ekkert lát vera á hækkunum. Verkalýðshreyfingin hefur varað alvarlega við þróuninni og hvatt stjórnvöld til að grípa í taumana. Viðskiptaráðherra sagði á dögunum að skoða þyrfti það alvarlega að setja hömlur á hækkun leiguverðs. Forsætisráðherra sagðist þá tilbúin til að skoða leiguþak en innviðaráðherra sagði þau skorta betri upplýsingar til að geta tekið ákvörðun í þeim málum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að aðgerðum á borð við leiguþak. „Ég hef haft áhyggjur af því að með því að setja of ströng skilyrði á leigumarkað þá geti menn einfaldlega verið að skaða framboðið og það er akkúrat öfugt við það sem við viljum vera að gera,“ segir Bjarni. Hann segir þó mikilvægt að huga að stöðu leigjenda og stuðla að frekara jafnvægi milli leigjenda og leigusala. „Ég held að við getum gert umbætur á leigumarkaði sem að skipta máli, en við þurfum að gæta okkar að fara ekki að fikta í hlutum sem að geta á endanum leitt til þess að minna verður af framboðnu leiguhúsnæði,“ segir hann. Þarf að bregðast hratt við húsnæðisvandanum Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs skilaði inn tillögum að umbætum á húsnæðismarkaði í vikunni, þar á meðal á leigumarkaði, en í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð verulega. Starfshópurinn leggur til að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum. Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga munu nú hefja viðræður um byggingu 4.000 íbúða á landsvísu á ári næstu fimm árin og 3.500 árlega næstu fimm ár þar á eftir. „Þetta er góð byrjun en útfærslan er að verulegu leiti eftir og við þurfum að ná þessum rammasamningumvið sveitarfélögin. Við þurfum líka að sjá til þess að það sé einfaldlega framkvæmdageta í landinu en við erum búin að kortleggja það sem þarf að gera og erum þess vegna komin vel af stað,“ segir Bjarni. Ýmsar áskoranir eru þó til staðar, til að mynda hvernig mannfjöldinn er að þróast innanlands auk þess sem mikið innflutt vinnuafl er hér á landi. „Það er ofboðslegur húsnæðisvandi í augnablikinu sem að verður að bregðast hratt við,“ segir hann. Er raunhæft að þetta gerist á næstu tíu árum? „Já, ég held að þetta sé alveg raunhæft en þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Bjarni. Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38 Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Leiguverð hefur hækkað talsvert á síðustu misserum og virðist ekkert lát vera á hækkunum. Verkalýðshreyfingin hefur varað alvarlega við þróuninni og hvatt stjórnvöld til að grípa í taumana. Viðskiptaráðherra sagði á dögunum að skoða þyrfti það alvarlega að setja hömlur á hækkun leiguverðs. Forsætisráðherra sagðist þá tilbúin til að skoða leiguþak en innviðaráðherra sagði þau skorta betri upplýsingar til að geta tekið ákvörðun í þeim málum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að aðgerðum á borð við leiguþak. „Ég hef haft áhyggjur af því að með því að setja of ströng skilyrði á leigumarkað þá geti menn einfaldlega verið að skaða framboðið og það er akkúrat öfugt við það sem við viljum vera að gera,“ segir Bjarni. Hann segir þó mikilvægt að huga að stöðu leigjenda og stuðla að frekara jafnvægi milli leigjenda og leigusala. „Ég held að við getum gert umbætur á leigumarkaði sem að skipta máli, en við þurfum að gæta okkar að fara ekki að fikta í hlutum sem að geta á endanum leitt til þess að minna verður af framboðnu leiguhúsnæði,“ segir hann. Þarf að bregðast hratt við húsnæðisvandanum Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs skilaði inn tillögum að umbætum á húsnæðismarkaði í vikunni, þar á meðal á leigumarkaði, en í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð verulega. Starfshópurinn leggur til að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum. Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga munu nú hefja viðræður um byggingu 4.000 íbúða á landsvísu á ári næstu fimm árin og 3.500 árlega næstu fimm ár þar á eftir. „Þetta er góð byrjun en útfærslan er að verulegu leiti eftir og við þurfum að ná þessum rammasamningumvið sveitarfélögin. Við þurfum líka að sjá til þess að það sé einfaldlega framkvæmdageta í landinu en við erum búin að kortleggja það sem þarf að gera og erum þess vegna komin vel af stað,“ segir Bjarni. Ýmsar áskoranir eru þó til staðar, til að mynda hvernig mannfjöldinn er að þróast innanlands auk þess sem mikið innflutt vinnuafl er hér á landi. „Það er ofboðslegur húsnæðisvandi í augnablikinu sem að verður að bregðast hratt við,“ segir hann. Er raunhæft að þetta gerist á næstu tíu árum? „Já, ég held að þetta sé alveg raunhæft en þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Bjarni.
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38 Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24
Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38
Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent