Júlíus Magnússon: Við verðum bara að halda áfram Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2022 22:00 Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, með boltann gegn Val í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, var gríðarlega ánægður með 1-3 sigur síns liðs gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum svöruðu Víkingar vel fyrir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. „Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00