Fermingargjöfin sem ól af sér fyrsta atvinnumann Hvammstanga Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2022 08:01 Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði sex mörk fyrir U19-lið Venezia í vetur og vann sér inn leik með aðalliðinu í A-deildinni. veneziafc.it Þær eru ófáar bílferðirnar, ofan á allar æfingarnar og meðfædda hæfileika, sem liggja að baki því að Hvammstangi eignaðist fulltrúa í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina þegar Hilmir Rafn Mikaelsson steig þar sín fyrstu skref. Fermingargjöfin frá mömmu og pabba hjálpaði líka til. „Mér finnst það magnað að koma frá þessum litla bæ og spila mínútur í Seríu A. Það hjálpar kannski Hvammstanga eitthvað líka við að komast betur á kortið,“ segir Hilmir glaðbeittur í samtali við Vísi. Þessi 18 ára sóknarmaður lék síðustu tuttugu mínútur tímabilsins hjá Feneyjaliðinu Venezia í ítölsku A-deildinni á sunnudag. Þar með varð hann níundi Íslendingur sögunnar til að spila í deildinni sem er ein sú besta í heiminum. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Ég man ekki eftir einhverju öðru en að hugsa um að verða atvinnumaður í fótbolta. Þetta var vissulega erfitt búandi á Hvammstanga, maður fattaði það þegar maður var orðinn svona 13 ára, en vonin jókst þegar maður var kominn yfir í Fjölni og svo stóð maður sig bara mjög vel þar. Síðan hefur þetta bara þróast áfram skref fyrir skref,“ segir Hilmir. Fékk ferð til Spánar með Fjölni að gjöf Eftir að hafa iðkað fótbolta með yngri flokkum Kormáks á Hvammstanga fór Hilmir að æfa og spila með Fjölni sumarið 2018, þá 14 ára, þrátt fyrir að búa áfram í tveggja og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Grafarvogi. Vinur hans var þá einnig í 4. flokki Fjölnis og Hilmir tók raunar fyrstu æfingarnar með Fjölni í æfingaferð á Spáni. Vinirnir Hannes Kári Tannason og Hilmir Rafn Mikaelsson í fötum frá Fjölni og Kormáki. Vinskapurinn leiddi til þess að Hilmir skipti yfir til Fjölnis sumarið 2018.aðsend mynd „Þetta var fermingargjöf frá mömmu og pabba. Vinur minn spilaði með Fjölni og mamma þekkti mömmu hans og vissi að það væru fjögur laus pláss svo að við fórum þarna með, fjórir gæjar frá Hvammstanga. Þeim [Fjölnismönnum] leist svo bara rosalega vel á mig og vildu fá mig, svo þá fór ég yfir til þeirra,“ segir Hilmir sem næstu tvö árin flakkaði á milli Hvammstanga og Grafarvogs: „Ég keyrði alltaf bara á milli og var með á æfingu daginn fyrir leik og spilaði svo. Ég var alltaf bara í mesta lagi í þrjá daga í einu og ég er mjög þakklátur fyrir allar þessar ferðir. Þetta var alveg ansi stíft yfir sumarið, mikil keyrsla.“ Andvaka af adrenalíni eftir leikinn gegn Cagliari Hilmir hóf svo atvinnumannsferilinn síðasta haust þegar hann var lánaður frá Fjölni til Venezia. Stærsta stund tímabilsins var um helgina þegar hann kom inn á í markalausu jafntefli við Cagliari, í deild sem svo margir fótboltastrákar geta aðeins látið sig dreyma um að spila í, og Hilmir naut þess að upplifa drauminn: „Ég var búinn að æfa með aðalliðinu eitthvað smávegis en svo æfði ég með því alla vikuna fyrir leikinn og var þá búinn að fá smá „hint“ um að ég yrði í hópnum. Það var síðan geggjað augnablik þegar maður fékk að koma inn á. Það gekk nú alveg vel að sofna kvöldið fyrir leik en eftir leikinn var adrenalínið svo mikið að maður átti erfitt með að sofna.“ Hilmir Rafn Mikaelsson úr Kormáki, Kristófer Jónsson úr Haukum og Jakob Franz Pálsson úr Þór Akureyri enduðu saman á Ítalíu í U19-liði Venezia. Jakob hjálpaði með ítölskuna Fleiri Íslendingar en Sigurður Guðjónsson hafa sýnt listir sínar í Feneyjum síðustu misseri og Venezia er orðið að eins konar Íslendinganýlendu. Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru í aðalliði félagsins í vetur og auk Hilmis voru þeir Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson í U19-liðinu. „Það hjálpar mjög mikið að hafa Kristófer og Jakob hérna í unglingaliðinu. Jakob var búinn að vera hérna hálfu ári lengur og var búinn að ná smátökum á ítölskunni sem hjálpaði okkur helling. Ég er farinn að skilja flestallt en ekki þannig að ég geti sjálfur talað mikið. Vonandi næ ég tökum á þessu á næsta tímabili,“ segir Hilmir sem hefur spjarað sig vel á Ítalíu þrátt fyrir að flytja svo ungur út. Kærastan í Frakklandi „Þetta var auðvitað svolítið erfitt fyrst, að fara frá Grafarvoginum hingað og venjast allri menningunni, og ítölskunni. Það var erfiðast að venjast hitanum. Það er ógeðslega heitt hérna. En mér fannst ég ná almennilega tökum á öllu hérna eftir áramót og fór þá að vera ánægður með mig. Ég komst þá í byrjunarliðið hjá unglingaliðinu og skoraði nokkur mörk. Þetta gerðist ágætlega hratt.“ View this post on Instagram A post shared by Hilmir Rafn Mikaelsson (@hilmir_rafn) Hilmir kynntist franskri kærustu sinni, Teliu Marboeuf, þegar hún var skiptinemi á Hvammstanga síðasta árið sem hann bjó þar. Hún býr núna í Frakklandi og er þar í námi en Hilmir segir til skoðunar að hún flytji til Ítalíu svo að þau geti búið saman, fari svo að hann geri núna nýjan samning við Venezia. Líklegast áfram í Venezia „Það er líklegast að ég framlengi dvölina og skrifi undir samning hérna. Mér líst mjög vel á það. Mér finnst geggjað að vera hérna og fíla Ítalíu í tætlur. Og félagið var að gefa mér mínútur í Seríu A svo ég get ekki kvartað,“ segir Hilmir. Venezia endaði í neðsta sæti A-deildarinnar, fjórum stigum frá næsta örugga sæti, og leikur því í B-deild á næstu leiktíð. Það gæti hins vegar opnað enn frekar á möguleika fyrir Hilmi til að sýna sig og sanna í aðalliði félagsins: „Ég lít á það þannig. Liðið verður örugglega í toppbaráttunni á næsta tímabili svo þetta verður hörkutímabil en þeir gefa líklegast mörgum ungum leikmönnum tækifæri.“ Ítalski boltinn Fótbolti Húnaþing vestra Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Mér finnst það magnað að koma frá þessum litla bæ og spila mínútur í Seríu A. Það hjálpar kannski Hvammstanga eitthvað líka við að komast betur á kortið,“ segir Hilmir glaðbeittur í samtali við Vísi. Þessi 18 ára sóknarmaður lék síðustu tuttugu mínútur tímabilsins hjá Feneyjaliðinu Venezia í ítölsku A-deildinni á sunnudag. Þar með varð hann níundi Íslendingur sögunnar til að spila í deildinni sem er ein sú besta í heiminum. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Ég man ekki eftir einhverju öðru en að hugsa um að verða atvinnumaður í fótbolta. Þetta var vissulega erfitt búandi á Hvammstanga, maður fattaði það þegar maður var orðinn svona 13 ára, en vonin jókst þegar maður var kominn yfir í Fjölni og svo stóð maður sig bara mjög vel þar. Síðan hefur þetta bara þróast áfram skref fyrir skref,“ segir Hilmir. Fékk ferð til Spánar með Fjölni að gjöf Eftir að hafa iðkað fótbolta með yngri flokkum Kormáks á Hvammstanga fór Hilmir að æfa og spila með Fjölni sumarið 2018, þá 14 ára, þrátt fyrir að búa áfram í tveggja og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Grafarvogi. Vinur hans var þá einnig í 4. flokki Fjölnis og Hilmir tók raunar fyrstu æfingarnar með Fjölni í æfingaferð á Spáni. Vinirnir Hannes Kári Tannason og Hilmir Rafn Mikaelsson í fötum frá Fjölni og Kormáki. Vinskapurinn leiddi til þess að Hilmir skipti yfir til Fjölnis sumarið 2018.aðsend mynd „Þetta var fermingargjöf frá mömmu og pabba. Vinur minn spilaði með Fjölni og mamma þekkti mömmu hans og vissi að það væru fjögur laus pláss svo að við fórum þarna með, fjórir gæjar frá Hvammstanga. Þeim [Fjölnismönnum] leist svo bara rosalega vel á mig og vildu fá mig, svo þá fór ég yfir til þeirra,“ segir Hilmir sem næstu tvö árin flakkaði á milli Hvammstanga og Grafarvogs: „Ég keyrði alltaf bara á milli og var með á æfingu daginn fyrir leik og spilaði svo. Ég var alltaf bara í mesta lagi í þrjá daga í einu og ég er mjög þakklátur fyrir allar þessar ferðir. Þetta var alveg ansi stíft yfir sumarið, mikil keyrsla.“ Andvaka af adrenalíni eftir leikinn gegn Cagliari Hilmir hóf svo atvinnumannsferilinn síðasta haust þegar hann var lánaður frá Fjölni til Venezia. Stærsta stund tímabilsins var um helgina þegar hann kom inn á í markalausu jafntefli við Cagliari, í deild sem svo margir fótboltastrákar geta aðeins látið sig dreyma um að spila í, og Hilmir naut þess að upplifa drauminn: „Ég var búinn að æfa með aðalliðinu eitthvað smávegis en svo æfði ég með því alla vikuna fyrir leikinn og var þá búinn að fá smá „hint“ um að ég yrði í hópnum. Það var síðan geggjað augnablik þegar maður fékk að koma inn á. Það gekk nú alveg vel að sofna kvöldið fyrir leik en eftir leikinn var adrenalínið svo mikið að maður átti erfitt með að sofna.“ Hilmir Rafn Mikaelsson úr Kormáki, Kristófer Jónsson úr Haukum og Jakob Franz Pálsson úr Þór Akureyri enduðu saman á Ítalíu í U19-liði Venezia. Jakob hjálpaði með ítölskuna Fleiri Íslendingar en Sigurður Guðjónsson hafa sýnt listir sínar í Feneyjum síðustu misseri og Venezia er orðið að eins konar Íslendinganýlendu. Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru í aðalliði félagsins í vetur og auk Hilmis voru þeir Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson í U19-liðinu. „Það hjálpar mjög mikið að hafa Kristófer og Jakob hérna í unglingaliðinu. Jakob var búinn að vera hérna hálfu ári lengur og var búinn að ná smátökum á ítölskunni sem hjálpaði okkur helling. Ég er farinn að skilja flestallt en ekki þannig að ég geti sjálfur talað mikið. Vonandi næ ég tökum á þessu á næsta tímabili,“ segir Hilmir sem hefur spjarað sig vel á Ítalíu þrátt fyrir að flytja svo ungur út. Kærastan í Frakklandi „Þetta var auðvitað svolítið erfitt fyrst, að fara frá Grafarvoginum hingað og venjast allri menningunni, og ítölskunni. Það var erfiðast að venjast hitanum. Það er ógeðslega heitt hérna. En mér fannst ég ná almennilega tökum á öllu hérna eftir áramót og fór þá að vera ánægður með mig. Ég komst þá í byrjunarliðið hjá unglingaliðinu og skoraði nokkur mörk. Þetta gerðist ágætlega hratt.“ View this post on Instagram A post shared by Hilmir Rafn Mikaelsson (@hilmir_rafn) Hilmir kynntist franskri kærustu sinni, Teliu Marboeuf, þegar hún var skiptinemi á Hvammstanga síðasta árið sem hann bjó þar. Hún býr núna í Frakklandi og er þar í námi en Hilmir segir til skoðunar að hún flytji til Ítalíu svo að þau geti búið saman, fari svo að hann geri núna nýjan samning við Venezia. Líklegast áfram í Venezia „Það er líklegast að ég framlengi dvölina og skrifi undir samning hérna. Mér líst mjög vel á það. Mér finnst geggjað að vera hérna og fíla Ítalíu í tætlur. Og félagið var að gefa mér mínútur í Seríu A svo ég get ekki kvartað,“ segir Hilmir. Venezia endaði í neðsta sæti A-deildarinnar, fjórum stigum frá næsta örugga sæti, og leikur því í B-deild á næstu leiktíð. Það gæti hins vegar opnað enn frekar á möguleika fyrir Hilmi til að sýna sig og sanna í aðalliði félagsins: „Ég lít á það þannig. Liðið verður örugglega í toppbaráttunni á næsta tímabili svo þetta verður hörkutímabil en þeir gefa líklegast mörgum ungum leikmönnum tækifæri.“
Ítalski boltinn Fótbolti Húnaþing vestra Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira