Vettel elti þjófa á rafskutlu á götum Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2022 10:00 Sebastian Vettel stóð í ströngu í Barcelona, bæði á kappakstursbrautinni og á götum borgarinnar. getty/Eric Alonso Sebastian Vettel, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, elti þjófa á rafskutlu til að freista þess að endurheimta tösku sem hann stal af honum. Vettel lenti í 11. sæti í spænska kappakstrinum á sunnudaginn. Í gær lenti hann svo í leiðinlegu atviki þegar þjófar stálu tösku úr bíl hans. Í henni var meðal annars sími hans. Þjóðverjinn dó ekki ráðalaus og notaði GPS merki frá AirPods heyrnartólum sem voru í töskunni til að finna hana. Vettel stökk í kjölfarið upp á rafskútu og keyrði um götur Barcelona þangað til hann kom á réttan stað á kortinu. Hann fann heyrnartólin en ekki töskuna. Líklegt þykir að þjófarnir hafi losað sig við heyrnartólin til að gabba Vettel. Sá þýski lét lögregluna í Barcelona vita af þjófnaðinum og hún hóf í kjölfarið rannsókn á málinu. Vettel er í 14. sæti í keppni ökuþóra. Hann ekur fyrir Aston Martin. Hinn 34 ára Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) með Red Bull. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Vettel lenti í 11. sæti í spænska kappakstrinum á sunnudaginn. Í gær lenti hann svo í leiðinlegu atviki þegar þjófar stálu tösku úr bíl hans. Í henni var meðal annars sími hans. Þjóðverjinn dó ekki ráðalaus og notaði GPS merki frá AirPods heyrnartólum sem voru í töskunni til að finna hana. Vettel stökk í kjölfarið upp á rafskútu og keyrði um götur Barcelona þangað til hann kom á réttan stað á kortinu. Hann fann heyrnartólin en ekki töskuna. Líklegt þykir að þjófarnir hafi losað sig við heyrnartólin til að gabba Vettel. Sá þýski lét lögregluna í Barcelona vita af þjófnaðinum og hún hóf í kjölfarið rannsókn á málinu. Vettel er í 14. sæti í keppni ökuþóra. Hann ekur fyrir Aston Martin. Hinn 34 ára Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) með Red Bull.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira