Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu meðal sakborninga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 10:00 Maðurinn var handtekinn að lokinni eftirför á föstudag. Vísir/Vilhelm Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu frá því um aldamót situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um umfangsmikil fíkniefnabrot sem lögreglan hefur rannsakað síðustu mánuði. RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í viðamiklar aðgerðir um helgina þar sem tíu voru handteknir og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald að lokinni eftirför lögreglu á föstudag. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær var að um væri að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis en umtalsvert magn af kannabisefnum var haldlagt, eða um 40 kíló. Efnin voru framleidd hér á landi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Í frétt RÚV kemur fram að að höfuðpaurinn í málinu sé Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, sem hlaut níu ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða í júní 2000. Hann var svo aftur dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fram kemur að Ólafur hafi verið handtekinn á brúnni yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka síðastliðinn föstudag að lokinni eftirför lögreglu. Skemmdir urðu á lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar þegar bíl Ólafs var króaður af. Auk Ólafs var ábúandi skammt frá Hellu einnig í hópi handtekinna, en lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum, bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknadeildar, vildi lítið tjá sig við fréttastofu um málið en gat þó staðfest að efnin sem lagt var hald á hafi verið framleidd og ræktuð hérlendis. Lögreglumál Fíkniefnabrot Rangárþing ytra Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30 Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í viðamiklar aðgerðir um helgina þar sem tíu voru handteknir og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald að lokinni eftirför lögreglu á föstudag. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær var að um væri að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis en umtalsvert magn af kannabisefnum var haldlagt, eða um 40 kíló. Efnin voru framleidd hér á landi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Í frétt RÚV kemur fram að að höfuðpaurinn í málinu sé Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, sem hlaut níu ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða í júní 2000. Hann var svo aftur dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fram kemur að Ólafur hafi verið handtekinn á brúnni yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka síðastliðinn föstudag að lokinni eftirför lögreglu. Skemmdir urðu á lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar þegar bíl Ólafs var króaður af. Auk Ólafs var ábúandi skammt frá Hellu einnig í hópi handtekinna, en lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum, bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknadeildar, vildi lítið tjá sig við fréttastofu um málið en gat þó staðfest að efnin sem lagt var hald á hafi verið framleidd og ræktuð hérlendis.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Rangárþing ytra Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30 Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30
Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33