Börnin á götuna í Grikklandi? Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 25. maí 2022 09:00 Íslensk stjórnvöld stefna á að vísa tæplega 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd brott á næstunni. Til stendur að senda þónokkra til Grikklands, þar sem aðstæður eru skelfilegar fyrir flóttafólk. Eins hefur fjöldi þeirra sem nú á að vísa brott dvalið á Íslandi í yfir tvö ár og fest hér rætur. Í hópnum sem ætlað er að senda úr landi var m.a. ófrísk kona sem komin er átta mánuði á leið en náði lögmaður hennar að forða henni frá brottvísun með læknisvottorði samkvæmt nýjustu fréttum. Stjórnvöld vita að aðstæðurnar í Grikklandi eru með öllu óboðlegar. Stór hluti þeirra sem til stendur að vísa úr landi mun ekki njóta grundvallarmannréttinda eins og húsaskjól og atvinnu. Dómsmálaráðherra kom fram í fréttum fyrir skömmu og sagði að fólkið hefði dvalið hér ólöglega vegna þess að það neitaði að fara í PCR próf, sem var forsenda fyrir því að það yrði sent úr landi. Þingmaður Viðreisnar hafði í vikunni orð á því að stór hluti hópsins myndi enda á götunni í Grikklandi í aðstæðum sem eru algjörlega óboðlegar. Spurninganna sem við þyrftum að spyrja okkur væru einfaldlega þessar: „Myndum við sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn í Grikklandi þar sem sáralitla aðstoð er að fá? Myndum við sjálf vilja að börnin okkar yrðu rifin upp úr öruggu umhverfi og send í aðstæður þar sem óöryggið er algjört og varla húsaskjól að hafa?“ Sagði hann að við myndum ekki samþykkja það og spurði hvers vegna í ósköpum við værum þá tilbúin að senda annarra manna börn og fjölskyldur í aðstæður sem við myndum aldrei sjálf fara í. Að lokum nefndi hann að það hvíli ekki skylda á okkur að vísa fólkinu frá Íslandi. Það eina sem þyrfti til væri pólitískur vilji til að gera það ekki. Flóttafólk á Íslandi, ásamt Solaris og No Borders, boða til mótmæla gegn þessum fyrirhuguðu brottvísunum og biður þig um að koma og sýna þeim stuðning. Sýnum samstöðu með fólkinu á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 16:15! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld stefna á að vísa tæplega 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd brott á næstunni. Til stendur að senda þónokkra til Grikklands, þar sem aðstæður eru skelfilegar fyrir flóttafólk. Eins hefur fjöldi þeirra sem nú á að vísa brott dvalið á Íslandi í yfir tvö ár og fest hér rætur. Í hópnum sem ætlað er að senda úr landi var m.a. ófrísk kona sem komin er átta mánuði á leið en náði lögmaður hennar að forða henni frá brottvísun með læknisvottorði samkvæmt nýjustu fréttum. Stjórnvöld vita að aðstæðurnar í Grikklandi eru með öllu óboðlegar. Stór hluti þeirra sem til stendur að vísa úr landi mun ekki njóta grundvallarmannréttinda eins og húsaskjól og atvinnu. Dómsmálaráðherra kom fram í fréttum fyrir skömmu og sagði að fólkið hefði dvalið hér ólöglega vegna þess að það neitaði að fara í PCR próf, sem var forsenda fyrir því að það yrði sent úr landi. Þingmaður Viðreisnar hafði í vikunni orð á því að stór hluti hópsins myndi enda á götunni í Grikklandi í aðstæðum sem eru algjörlega óboðlegar. Spurninganna sem við þyrftum að spyrja okkur væru einfaldlega þessar: „Myndum við sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn í Grikklandi þar sem sáralitla aðstoð er að fá? Myndum við sjálf vilja að börnin okkar yrðu rifin upp úr öruggu umhverfi og send í aðstæður þar sem óöryggið er algjört og varla húsaskjól að hafa?“ Sagði hann að við myndum ekki samþykkja það og spurði hvers vegna í ósköpum við værum þá tilbúin að senda annarra manna börn og fjölskyldur í aðstæður sem við myndum aldrei sjálf fara í. Að lokum nefndi hann að það hvíli ekki skylda á okkur að vísa fólkinu frá Íslandi. Það eina sem þyrfti til væri pólitískur vilji til að gera það ekki. Flóttafólk á Íslandi, ásamt Solaris og No Borders, boða til mótmæla gegn þessum fyrirhuguðu brottvísunum og biður þig um að koma og sýna þeim stuðning. Sýnum samstöðu með fólkinu á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 16:15! Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar