Ástæða breytinganna er að Steven Tyler féll og er nú í meðferð. Í sameiginlegri tilkynningu á Instagram-síðu Aerosmith og söngvarans er sagt frá því að hann hafi fallið eftir að þurfa að nota sterk verkjalyf í tengslum við aðgerð sem hann fór í á fæti.
Tyler hefur talað mjög opinskátt um baráttu sína við fíkn. Hann fór fyrst í meðferð við eiturlyfjafíkn árið 1988 eftir að hinir meðlimir hljómsveitarinnar gripu í taumana. Tyler var lengi að vinna úr reiðinni vegna þess inngrips en var þeim svo mjög þakklátur.