Frá Selfossi að Ólympíugulli: Vésteinn með fyrirlestur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 12:00 Daniel Stahl og Simon Pettersson fagna saman eftir að hafa unnið gull og silfur Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Getty/Maja Hitij Vésteinn Hafsteinsson er mættur til Íslands með bæði gull- og silfurstrákinn sinn frá því á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Sjá meira
Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Sjá meira