Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 16:01 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að bregðast þurfi við aukinni komu flóttamanna. Vísir/Samsett Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en frá þeim tíma hafa 1.056 flóttamenn komið til Íslands í leit að vernd. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að flæðið sé stöðugt þar sem um tíu til fimmtán manns séu að koma daglega og því þurfi reglulega að færa fólk á milli úrræða. „Það flæðir inn og út úr þessum skammtímaúrræðum okkar, fólk er þar í nokkrar vikur áður en það heldur svo áfram annað hvort yfir til sveitarfélaganna eða jafnvel í einhver skjól sem eru á okkar vegum þar sem þau geta þá verið í allt að þrjá mánuði,“ segir Gylfi. Eitt af þeim skammtímaúrræðum sem um ræðir er Hótel Saga en greint var frá því um síðustu helgi að hópi flóttamanna þar hafi verið gert að fara annað. Margir leituðu í kjölfarið á samfélagsmiðla í leit að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það yrði annars flutt á Bifröst í skjól. „Það hefur gengið upp og ofan, það sem ég hef heyrt af því alla vega,“ segir Gylfi aðspurður um hvernig fólkinu hafi gengið. „Þetta er náttúrulega erfiður markaður, það er ekki mikið í boði, og ég tala nú ekki um að ef þú ert útlendingur og talar um alla ensku heldur þá er þetta svolítið erfitt.“ „Ég bara hvet fólk til þess að vera jákvætt í garð flóttamannanna sem hingað koma, að leigja þeim húsnæði. Þetta er gott fólk upp til hópa,“ segir Gylfi. Fólk fái alltaf aðstoð frá yfirvöldum en staðreyndin sé sú að sífellt þyngra reynist nú að finna langtímahúsnæði. „Það sem við erum að vinna í núna það er að safna saman húsnæði úti á landi og þá jafnvel störfum sem eru þeim samhliða þannig að fólk gæti þá farið í starf og búsetu víðs vegar um landið,“ segir Gylfi. Þá er verið að fjölga úrræðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Það hefur staðið tæpt á því stundum að þau fyllist öll hjá okkur þannig að við veðrum að vera skrefi á undan hugsa vel fram í tímann,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Leigumarkaður Tengdar fréttir Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en frá þeim tíma hafa 1.056 flóttamenn komið til Íslands í leit að vernd. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að flæðið sé stöðugt þar sem um tíu til fimmtán manns séu að koma daglega og því þurfi reglulega að færa fólk á milli úrræða. „Það flæðir inn og út úr þessum skammtímaúrræðum okkar, fólk er þar í nokkrar vikur áður en það heldur svo áfram annað hvort yfir til sveitarfélaganna eða jafnvel í einhver skjól sem eru á okkar vegum þar sem þau geta þá verið í allt að þrjá mánuði,“ segir Gylfi. Eitt af þeim skammtímaúrræðum sem um ræðir er Hótel Saga en greint var frá því um síðustu helgi að hópi flóttamanna þar hafi verið gert að fara annað. Margir leituðu í kjölfarið á samfélagsmiðla í leit að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það yrði annars flutt á Bifröst í skjól. „Það hefur gengið upp og ofan, það sem ég hef heyrt af því alla vega,“ segir Gylfi aðspurður um hvernig fólkinu hafi gengið. „Þetta er náttúrulega erfiður markaður, það er ekki mikið í boði, og ég tala nú ekki um að ef þú ert útlendingur og talar um alla ensku heldur þá er þetta svolítið erfitt.“ „Ég bara hvet fólk til þess að vera jákvætt í garð flóttamannanna sem hingað koma, að leigja þeim húsnæði. Þetta er gott fólk upp til hópa,“ segir Gylfi. Fólk fái alltaf aðstoð frá yfirvöldum en staðreyndin sé sú að sífellt þyngra reynist nú að finna langtímahúsnæði. „Það sem við erum að vinna í núna það er að safna saman húsnæði úti á landi og þá jafnvel störfum sem eru þeim samhliða þannig að fólk gæti þá farið í starf og búsetu víðs vegar um landið,“ segir Gylfi. Þá er verið að fjölga úrræðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Það hefur staðið tæpt á því stundum að þau fyllist öll hjá okkur þannig að við veðrum að vera skrefi á undan hugsa vel fram í tímann,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Leigumarkaður Tengdar fréttir Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09
Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00