Mikil reiði blossað upp eftir að svartur maður kafnaði í lögreglubíl Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 27. maí 2022 08:24 Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/Bruna Prado Mikil reiði hefur blossað upp í Brasilíu eftir að maður lést í haldi lögreglu í borginni Umbaúba í norðausturhluta landsins. Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro. Brasilía Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro.
Brasilía Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira