Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 08:44 Gestir gleðigöngu við Cibeles-gosbrunninn í miðborg Madridar árið 2017. Vísir/EPA Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar. Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar.
Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39
Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47