Skuldabréf Ljósleiðarans komin í Kauphöllina Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2022 09:30 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Skuldabréf Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag að fenginni staðfestingu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á útgefenda- og verðbréfalýsingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum en með útgáfunni stendur til að fjármagna yfirstandandi lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúning lagningar í Grindavík. Einnig er vaxandi þungi sagður vera í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hafi þegar tengt. „Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni.“ Að sögn stjórnenda dregur slíkt samstarf úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eykur hagkvæmni þeirra. Fjárfestingarnar stuðli að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem hafi hlotið viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“ Náð að lækka fjármagnskostnað Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að um sé að ræða stóran dag fyrir fyrirtækið og að opinber skráning bréfanna veiti því aðhald í verkefnum, almennum rekstri og nauðsynlegri uppbyggingu fyrir íslenskt samfélag. Ljósleiðarinn hafi staðið að uppbyggingu öflugra fjarskiptainnviða á síðustu áratugum og innleiðing 5G fjarskiptakerfa muni reyna enn frekar á ljósleiðaranet landsins. „Í útboðum okkar á grænum skuldabréfum fyrirtækisins síðustu mánuði höfum við náð því markmiði að lækka fjármagnskostnað við okkar metnaðarfullu og mikilvægu uppbyggingarverkefni. Enn frekari hagkvæmni þeirra höfum við tryggt með samningum við fjarskiptafyrirtæki, nú síðast við Farice sem er einmitt þessa dagana að styrkja tengingu Íslands við umheiminn með nýjum sæstreng til Írlands,“ segir Erling Freyr í tilkynningu. Kauphöllin Fjarskipti Sæstrengir Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum en með útgáfunni stendur til að fjármagna yfirstandandi lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúning lagningar í Grindavík. Einnig er vaxandi þungi sagður vera í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hafi þegar tengt. „Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni.“ Að sögn stjórnenda dregur slíkt samstarf úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eykur hagkvæmni þeirra. Fjárfestingarnar stuðli að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem hafi hlotið viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“ Náð að lækka fjármagnskostnað Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að um sé að ræða stóran dag fyrir fyrirtækið og að opinber skráning bréfanna veiti því aðhald í verkefnum, almennum rekstri og nauðsynlegri uppbyggingu fyrir íslenskt samfélag. Ljósleiðarinn hafi staðið að uppbyggingu öflugra fjarskiptainnviða á síðustu áratugum og innleiðing 5G fjarskiptakerfa muni reyna enn frekar á ljósleiðaranet landsins. „Í útboðum okkar á grænum skuldabréfum fyrirtækisins síðustu mánuði höfum við náð því markmiði að lækka fjármagnskostnað við okkar metnaðarfullu og mikilvægu uppbyggingarverkefni. Enn frekari hagkvæmni þeirra höfum við tryggt með samningum við fjarskiptafyrirtæki, nú síðast við Farice sem er einmitt þessa dagana að styrkja tengingu Íslands við umheiminn með nýjum sæstreng til Írlands,“ segir Erling Freyr í tilkynningu.
Kauphöllin Fjarskipti Sæstrengir Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira