„Er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 12:31 Vésteinn Hafsteinsson miðlar af reynslu sinni í heimabænum. stöð 2 sport Vésteinn Hafsteinsson er staddur í heimabænum, Selfossi, með þrjá af fremstu kringlukösturum heims. Hann hélt fyrirlestur í gær og um helgina keppa strákarnir hans á afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands. Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er Frjálsar íþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Sjá meira
Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er
Frjálsar íþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Sjá meira