Óskar Hrafn orðaður við þjálfarastöðu AGF Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 12:46 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson er meðal þeirra sem er orðaður við þjálfarastöðu Íslendingaliðs AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. AGF frá Árósum rétt bjargaði sér fyrir horn á nýafstaðinni leiktíð en liðið var um tíma í bullandi fallbaráttu. David Nielsen, þjálfari liðsins, hefur gefið út að hann verði ekki áfram með liðið og hefur vefmiðillinn Indkast.dk farið yfir líklega arftaka. Þar á meðal er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, en lærisveinar hans sitja á toppi Bestu deildar karla með fullt hús stiga og þá er liðið komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Val. Óskar Hrafn er eini Íslendingurinn á listanum en tveir íslenskir landsliðsmenn léku með AGF í vetur. Jón Dagur Þorsteinsson er reyndar á förum en Mikael Neville Andersson verður að öllum líkindum áfram með AGF á næstu leiktíð. Ásamt Óskari Hrafni eru nokkur stór nöfn á listanum. Ståle Solbakken, fyrrum þjálfari FC Kaupmannahafnar, Köln í Þýskalandi, Úlfanna í Englandi og núverandi þjálfari norska landsliðsins er á listanum. Jimmy Thelin – þjálfari Hákons Rafns Valdimarssonar og Sveins Andra Guðjohnsen hjá Elfsborg í Svíþjóð – er einnig á listanum ásamt Erling Moe (þjálfara Molde í Noregi), Hjalte Bo Nörregaard (þjálfara U-19 ára liðs FC Kaupmannahafnar) og Poya Asbaghi. Hvort Óskar Hrafn sé tilbúinn að yfirgefa topplið Bestu deildarinnar verður ósagt látið en hann væri nær fjölskyldu sinni ef hann færi til Árósa. Sonur hans, Orri, raðar inn mörkum fyrir unglingalið FC Kaupmannahafnar og þá er dóttir hans, Emelía, á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
AGF frá Árósum rétt bjargaði sér fyrir horn á nýafstaðinni leiktíð en liðið var um tíma í bullandi fallbaráttu. David Nielsen, þjálfari liðsins, hefur gefið út að hann verði ekki áfram með liðið og hefur vefmiðillinn Indkast.dk farið yfir líklega arftaka. Þar á meðal er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, en lærisveinar hans sitja á toppi Bestu deildar karla með fullt hús stiga og þá er liðið komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Val. Óskar Hrafn er eini Íslendingurinn á listanum en tveir íslenskir landsliðsmenn léku með AGF í vetur. Jón Dagur Þorsteinsson er reyndar á förum en Mikael Neville Andersson verður að öllum líkindum áfram með AGF á næstu leiktíð. Ásamt Óskari Hrafni eru nokkur stór nöfn á listanum. Ståle Solbakken, fyrrum þjálfari FC Kaupmannahafnar, Köln í Þýskalandi, Úlfanna í Englandi og núverandi þjálfari norska landsliðsins er á listanum. Jimmy Thelin – þjálfari Hákons Rafns Valdimarssonar og Sveins Andra Guðjohnsen hjá Elfsborg í Svíþjóð – er einnig á listanum ásamt Erling Moe (þjálfara Molde í Noregi), Hjalte Bo Nörregaard (þjálfara U-19 ára liðs FC Kaupmannahafnar) og Poya Asbaghi. Hvort Óskar Hrafn sé tilbúinn að yfirgefa topplið Bestu deildarinnar verður ósagt látið en hann væri nær fjölskyldu sinni ef hann færi til Árósa. Sonur hans, Orri, raðar inn mörkum fyrir unglingalið FC Kaupmannahafnar og þá er dóttir hans, Emelía, á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn