Finna til mikillar ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 20:09 Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, og Baldur Kristjánsson, varaformaður. Vísir Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Sjá meira
Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn