Sláttur hafinn á Suðurlandi – Álftunum um að kenna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 11:16 Álftir skemma og skemma uppskeru bænda. Fuglinn er friðaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sláttur er hafinn á bænum Ártúnum á Rangárvöllum á Suðurlandi óvenjulega snemma. Ástæðan kemur ekki til af góðu. „Já, við byrjuðum að slá í gær, slógum þá 4 hektara og höldum kannski áfram í dag. Við byrjum svona af illri nauðsyn því við erum fyrst og fremst að bjarga verðmætum frá álftinni, sem er að éta upp allt okkar gras af bestu túnunum, það er svakalegt hvernig hún rífur grasið í sig,“ segir Halla Bjarnadóttir, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum en hún og maður hennar, Niklas Hyström eru þar með myndarlegt blandað bú, það sem aðal áherslan er mjólkurframleiðsla og kjötframleiðsla. „Við erum að slá vegna þess að þarna var fjölært rýgresi fjölært sem álftin er búin að slá fyrir okkur, þetta er alveg hrikalegt tjón við erum að reyna að minnka skaðann. Þetta er endalaus barátta, þær sækja í bestu túnin og hirða allt af þeim. Þær eru mörg hundruð á túnum allan sólarhringinn en við erum stöðugt að reka þær upp á daginn. Nóttin er þeirra tími, þá hafa þær frið. Landið hjá okkur liggur með fram Rangá og Hólsá og þær sækja mjög í ánna, setjast þar þegar þær eru reknar upp en koma svo strax aftur,“ segir Halla, langþreytt á ástandinu. Fjórir hektarar voru slegnir í Ártúnum í gær og eitthvað svipað líklega í dag.Aðsend Stjórnvöld verða að grípa inn í „Stjórnvöld verða að grípa inn í, það gengur ekki að álftin sé friðuð og hún eyðileggi meira og minna alla uppskeru fyrir bændum. Það þyrfti allavega að fá að skjót að þeim og fæla þær þannig í burtu. Við fáum engar bætur, en á sama tíma eru öll aðföng að hækka og hækka til okkar, þetta er bölvað basl,“ bætir Halla við. Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Já, við byrjuðum að slá í gær, slógum þá 4 hektara og höldum kannski áfram í dag. Við byrjum svona af illri nauðsyn því við erum fyrst og fremst að bjarga verðmætum frá álftinni, sem er að éta upp allt okkar gras af bestu túnunum, það er svakalegt hvernig hún rífur grasið í sig,“ segir Halla Bjarnadóttir, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum en hún og maður hennar, Niklas Hyström eru þar með myndarlegt blandað bú, það sem aðal áherslan er mjólkurframleiðsla og kjötframleiðsla. „Við erum að slá vegna þess að þarna var fjölært rýgresi fjölært sem álftin er búin að slá fyrir okkur, þetta er alveg hrikalegt tjón við erum að reyna að minnka skaðann. Þetta er endalaus barátta, þær sækja í bestu túnin og hirða allt af þeim. Þær eru mörg hundruð á túnum allan sólarhringinn en við erum stöðugt að reka þær upp á daginn. Nóttin er þeirra tími, þá hafa þær frið. Landið hjá okkur liggur með fram Rangá og Hólsá og þær sækja mjög í ánna, setjast þar þegar þær eru reknar upp en koma svo strax aftur,“ segir Halla, langþreytt á ástandinu. Fjórir hektarar voru slegnir í Ártúnum í gær og eitthvað svipað líklega í dag.Aðsend Stjórnvöld verða að grípa inn í „Stjórnvöld verða að grípa inn í, það gengur ekki að álftin sé friðuð og hún eyðileggi meira og minna alla uppskeru fyrir bændum. Það þyrfti allavega að fá að skjót að þeim og fæla þær þannig í burtu. Við fáum engar bætur, en á sama tíma eru öll aðföng að hækka og hækka til okkar, þetta er bölvað basl,“ bætir Halla við.
Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira