Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 21:02 Strákarnir í Drengjakór Reykjavíkur, sem æfa alltaf á mánudögum í Neskirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag. Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. „Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber. „Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“ Tvær af kórmömmunum, Margrét Unnur Sigtryggsdóttir (t.h.) og Hulda Ingibjörg Skúladóttir.Aðsend En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins? „Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára. Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára (t.h.) og Ármann Áki Gunnarsson, sem er að verða 11 ára eru mjög ánægðir í kórnum og hlakka til tónleikanna 4. júní í Neskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Þjóðkirkjan Menning Kórar Tímamót Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. „Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber. „Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“ Tvær af kórmömmunum, Margrét Unnur Sigtryggsdóttir (t.h.) og Hulda Ingibjörg Skúladóttir.Aðsend En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins? „Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára. Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára (t.h.) og Ármann Áki Gunnarsson, sem er að verða 11 ára eru mjög ánægðir í kórnum og hlakka til tónleikanna 4. júní í Neskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Þjóðkirkjan Menning Kórar Tímamót Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira