Ísak Snær Þorvaldsson: Barátta, sýning og allt í þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2022 21:53 Ísak Snær hefur gert níu mörk fyrir fullkomna Blika. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk er Blikar unnu Leikni í Breiðholti 1-2 í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur og skrýtinn að mati Ísaks. „Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum. Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
„Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum.
Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira