Í Morgunblaðinu segir að vélin komi frá Lissabon í Portúgal þar sem hún hefur verið í viðhaldi og málun. Vélin er af gerðinni Airbus A-319.
Uppselt er í fyrsta flug félagsins til Kaupmannahafnar og segist Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Niceair vera ánægður með bókanir í fyrstu ferðir sem hafi farið umfram væntingar.
Félagið býður upp á ferðir til London, Kaupmannahafnar, Manchester og Tenerife.