Stefán eftir enn einn titil Fram: Hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson. Vísir/Hulda Margrét „Ég er að vísu alltaf svona brúnn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Fram kíminn er hann mætti í sett hjá Seinni bylgjunni eftir leik. Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi, talaði um hvað það væri létt og bjart yfir Stefáni sem var fljótur að svara á sinn einstaka hátt áður en hann ræddi leikinn. „Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
„Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira