Lyngby tók á móti Fredericia í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í gær. Mikið var um dýrðir enda ljóst að liðið væri komið upp í deild þeirra bestu á nýjan leik.
Möguleikinn á að fara upp sem deildarmeistarar var enn til staðar en á endanum dugði 1-0 sigur ekki til þar sem Horsens gerði jafntefli við Hvidovre og vann deildina.
Freyr tjáði sig á samfélagsmiðlum eftir leik: „Einstakur dagur á Lyngby-vellinum. Ég er ótrúlega þakklátur að hafa fengið tækifæri til þess að fara upp um deild með Lyngby-fjölskyldunni.“
Helt unik dag på Lyngby Stadion.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) May 29, 2022
Jeg er utrolig taknemlig for den mulighed at nyd oprykning med hele Lyngby familien. Muligheden for at give klub legend @Lassefos ordentlig afsked betyder alverden for os.
Alle hold har brug for mennesker som Fos. En rigtig teammate pic.twitter.com/9OZJ2ysiVp
Þá hrósaði hann Lasse Fosgaard en sá er að yfirgefa Lyngby eftir áratug hjá félaginu.
„Það að geta kvatt goðsögnina Lasse Fosgaard skiptir okkur öllu máli. Öll lið þurfa á leikmanni eins og Fos að halda, hann er sannkallaður liðsmaður.“
„Við erum með rosalega góðan kjarna stuðningsfólks, klárlega besta kjarnann í fyrstu deildinni. Við fáum að meðaltali þrjú þúsund manns á völlinn á leikdegi og öll upplifun í kringum leikdag hjá Lyngby er algjörlega geggjuð,“ sagði Freyr í viðtali við Vísi fyrir áramót.
Það átti heldur betur við um helgina er liðið fagnaði sæti í efstu deild en alls mættu 7139 manns á leikinn. Fjallað var um leikinn í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld.