Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira