„Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 21:01 Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01
„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30
„Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15
Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54