Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2022 11:14 Bjarni sagði, eftir fyrirspurn Sigmundar Davíðs, að hann væri ekki í neinum vafa um að fjárlagaliðurinn í frumvarpi Lilju um endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda væri ófullnægjandi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. „Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
„Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30