Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Hækkun fasteignaskatta verður áfram til umfjöllunar í hádegisfréttum og að þessu sinni beinum við sjónum okkar að atvinnuhúsnæði.

Við heyrum í framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem segir ekki ganga að álögur aukist um tugi prósenta milli ára. Þá fjöllum við um gjöf Krabbameinsfélagsins til Landspítala sem nú hefur verið dregin til baka og ræðum við forstjóra spítalans sem segir ákvörðun félagsins óheppilega. 

Þá fjöllum við um dóminn sem féll í máli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard og segjum frá valdaafmæli Elísabetar Englandsdrottningar en sjötíu ár eru nú liðin frá því hún tók við völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×