Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 17:30 Tólf voru handteknir við skrúðgöngu í Lundúnum í dag í tilefni sjötíu ára valdaafmælis Elísabetar drottningar. AP Photo/David Cliff Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. Tugir þúsunda voru saman komnir á breiðgötunni The Mall, sem liggur að Buckingham höll, til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Elísabet drottning fagnar sjötíu ára valdaafmæli á þessu ári. Aðgerðasinnarnir komust fram hjá girðingum, sem settar voru upp til þess að halda aftur af mannfjöldanum, og hlupu út á breiðstrætið þar sem þeir lögðust niður í götuna fyrir framan lúðrasveit hermanna. „Í dag höfum við handtekið tólf fyrir að hafa valdið truflun á breiðstrætinu. Handtökurnar komu í kjölfar þess að fólk reyndi að komast inn á skrúðgöngusvæðið á The Mall,“ skrifaði lögreglan í Lundúnum á Twitter í dag. „Við viljum þakka almenningi sem klappaði fyrir lögreglumönnunum þegar þeir sneru aftur á sinn stað eftir að hafa glímt snögglega við þessa truflun.“ Samtökin Animal Rebellion, sem segist nota borgaralega óhlýðni til þess að hvetja til minni notkunar dýraafurða, lýstu því yfir að hinir handteknu aðgerðasinnar væru hluti af samtökum þeirra. Einn mótmæla, sem var handtekinn af lögreglu, sagði að hann vildi að konungsfjölskyldan hætti að leyfa dýrahald á landi í hennar eigu og leyfði landsvæðunum að verða villt að nýju. Um 1.500 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á afmælisdegi drottningarinnar. Skrúðgangan var opnunaratriðið í fjögurra daga hátíðarhöldum til þess að fagna sjötíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Elísabet sjálf tók þátt í skrúðgöngunni árlega til ársins 1986 og sat hún þá hest í göngunni. Árið 1981 átti sér stað heldur ógnvænlegt atvik í göngunni þegar karlmaður skaut að henni sex púðurskotum þegar hún reið hjá. Hún náði þó að halda stjórn á hestinum sínum, sem var mjög brugðið, og meiddist ekki við atvikið. Maðurinn var handtekinn. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Elísabet II Bretadrottning Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Tugir þúsunda voru saman komnir á breiðgötunni The Mall, sem liggur að Buckingham höll, til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Elísabet drottning fagnar sjötíu ára valdaafmæli á þessu ári. Aðgerðasinnarnir komust fram hjá girðingum, sem settar voru upp til þess að halda aftur af mannfjöldanum, og hlupu út á breiðstrætið þar sem þeir lögðust niður í götuna fyrir framan lúðrasveit hermanna. „Í dag höfum við handtekið tólf fyrir að hafa valdið truflun á breiðstrætinu. Handtökurnar komu í kjölfar þess að fólk reyndi að komast inn á skrúðgöngusvæðið á The Mall,“ skrifaði lögreglan í Lundúnum á Twitter í dag. „Við viljum þakka almenningi sem klappaði fyrir lögreglumönnunum þegar þeir sneru aftur á sinn stað eftir að hafa glímt snögglega við þessa truflun.“ Samtökin Animal Rebellion, sem segist nota borgaralega óhlýðni til þess að hvetja til minni notkunar dýraafurða, lýstu því yfir að hinir handteknu aðgerðasinnar væru hluti af samtökum þeirra. Einn mótmæla, sem var handtekinn af lögreglu, sagði að hann vildi að konungsfjölskyldan hætti að leyfa dýrahald á landi í hennar eigu og leyfði landsvæðunum að verða villt að nýju. Um 1.500 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á afmælisdegi drottningarinnar. Skrúðgangan var opnunaratriðið í fjögurra daga hátíðarhöldum til þess að fagna sjötíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Elísabet sjálf tók þátt í skrúðgöngunni árlega til ársins 1986 og sat hún þá hest í göngunni. Árið 1981 átti sér stað heldur ógnvænlegt atvik í göngunni þegar karlmaður skaut að henni sex púðurskotum þegar hún reið hjá. Hún náði þó að halda stjórn á hestinum sínum, sem var mjög brugðið, og meiddist ekki við atvikið. Maðurinn var handtekinn.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Elísabet II Bretadrottning Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira