„Byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2022 07:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Stöð 2 Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Liechtenstein í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins af þrem á næstu átta dögum og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segist vilja fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. „Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira