„Byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2022 07:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Stöð 2 Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Liechtenstein í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins af þrem á næstu átta dögum og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segist vilja fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. „Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
„Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira