„Byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2022 07:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Stöð 2 Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Liechtenstein í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins af þrem á næstu átta dögum og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segist vilja fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. „Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
„Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira