Kári gagnrýndi varnarleik Harðar Björgvins og áræðni Alberts Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 09:31 Hörður Björgvin niðurlútur eftir seinna mark Ísrael. Ahmad Mora/Getty Images Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er nú meðal þeirra sem stýra skútunni í umfjöllun Viaplay. Hann lét tvo fyrrum samherja sína hjá landsliðinu heyra það eftir leik Íslands og Ísraels í Þjóðadeildinni. Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Sjá meira
Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn