Ríkið þvingar langveikt barn í umsjá föður sem hefur aldrei séð um lyfjagjöf Sigrún Sif Jóelsdóttir og Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifa 3. júní 2022 09:31 Í gær var birt neyðarkall til stjórnvalda og samfélagsins á Facebook - síðu Lífs án ofbeldis. Þegar þau orð voru skrifuð var aðför yfirvalda í gangi að dreng sem lá á sjúkrahúsi í lyfjagjöf. Hópur manns stóð fyrir utan deild sjúkrahússins og ætlaði með öllum ráðum að draga barnið út gegn vilja sínum og færa í hendur föður sem það óttast og hefur eindregið hafnað samskiptum við. Barnavernd Reykjavíkur, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan standa að þessari aðgerð. Lögmaður móður hefur reynt að skýra stöðu barnsins en engu tauti er komið við þessa aðila. Með aðgerðinni ætluðu yfirvöld að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Framkvæmd aðfarar í andstöðu við vilja barnsins er án undantekningar til þess fallin að skapa gríðarlegt tilfinningalegt álag fyrir barnið sem er langveikt og hefur ávallt reitt sig alfarið á umönnun móður sinnar. Mikil hætta er á að barnið hljóti óbætanlegan skaða af. Við fordæmum með öllu þetta skeytingarleysi gagnvart hagsmunum barna með aðgerðinni og hrottalega framkomu stjórnvalda gagnvart þolendum ofbeldis. Barnið er nógu þroskað til þess að tjá vilja sinn og það brýtur í bága við grundvallarreglu barnaréttar, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (12,gr.) og íslenskum barnalögum um rétt barns til að tjá sig (43.gr.) að horfa framhjá honum. Hæstiréttur hefur staðfest, með tilliti til stjórnarskrárvarins réttar barns til fjölskyldulífs (1. mgr. 71. gr.), að ætíð skuli meta hvað barni er fyrir bestu út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi sem einnig er varinn af íslenskri stjórnarskrá (3. mgr. 76. gr.). „Aðfaragerð er í öllum tilvikum barni þungbær framkvæmd og með vísan til heilsufar barnsins gæti aðfarargerð orðið honum sérlega þungbær. Barnavernd telur sér ekki stætt að taka afgerandi afstöðu til þess hvort að varhugavert geti talist að láta aðfaragerð eiga sér stað.“ Segir í gögnum barnaverndar um framkvæmdina sem áður var fyrirhuguð þann 21. mars 2022. En ef aðför telst í öllum tilvikum þungbær og vegna heilsu barnsins sérlega þungbær, hvers vegna telur barnavernd sér ekki stætt að taka afgerandi afstöðu með hagsmunum barnsins? Mikilvægt er að hafa í huga að það er faðir, með fulltingi frá Auði Björgu Jónsdóttur lögmanni, sem fer fram á þessa aðgerð gagnvart barni sínu. Árið 2020, lýsti Helga því fyrir fulltrúa barnaverndar, hvernig hún væri efins um framhald á sambandinu við barnsföður sinn en henni stæði um leið ógn af hótunum hans um að hann muni taka hin börnin og ekki tala við elsta barnið framar. Barnaverndarfulltrúi ritar: „Ég reyni að benda henni á að trúlega séu þetta mjög innantómar hótanir“. Íslensk yfirvöld hafa nú þvingað langveikan dreng í umsjá föður sem hefur aldrei, ekki í eitt skipti, séð um lyfjagjöf fyrir hann. Þetta voru 7 klukkustundir þar sem fulltrúi sýslumanns og lögmaður föður þrýstu á 9 ára gamalt barn að fara með föður sem beitt hefur miklu ofbeldi, barn sem var frávita af ótta og á meðan hann var í lyfjagjöf. Þegar móðir drengsins var fjarlægð frá barninu og faðir kom inn á sjúkrahúsið var það í allra fyrsta sinn sem hann er viðstaddur lyfjagjöf barnsins. Hjúkrunarfræðingur hringdi þá í móðurina, Helgu Sif, og spurði hvaða lyf barnið ætti að taka að staðaldri því faðir vissi það ekki. Í barnaverndargögnum frá árinu 2022, er farið yfir að barnið er með gigt og sársaukafullan sjúkdóm sem rýkur upp við andlegt álag, svo búa þarf um á viðeigandi hátt og sinna umbúðaskiptum. Einnig kemur fram í gögnunum hvernig sjúkdómurinn blossaði upp „eftir síðasta viðtal við sálfræðing vegna dómsmáls“ og því hefði læknir barnsins ráðlagt „að minnka andlegt álag á drenginn“. Barnið er vanalega marga daga að jafna sig eftir lyfjagjöf. Hvernig verður þetta álag ofan á það? Hver ætlar að sinna þörfum hans? Ætla yfirvöld að tryggja öryggi barnsins við þessar aðstæður? Helga Sif og Patrekur eldri sonur hennar, hafa sagt frá því í viðtali hjá Eigin Konum, að faðirinn beitti svo miklu ofbeldi á heimilinu að Patrekur gerði alvarlega sjálfsvígstilraun fyrir tveimur árum og barnavernd lagði hart að Helgu Sif að skilja við manninn, ella þyrfti að setja Patrek í fóstur til að vernda hann fyrir manninum. Orðrétt má lesa í gögnum frá barnavernd árið 2020: „Aðspurð segist Helga (sem situr mest grátandi undir samtalinu) stundum vera hrædd við [barnsföður]. Þegar ég tjái mig um að þetta sé óviðunandi ástand tekur Helga undir það en situr svo í ráðaleysi. Hún virðist á sama stað varðandi hugsanlegan skilnað og svarar mér bara með að „þetta er flókið“ þegar ég pressa á hana. Segir augljósa togstreytu um hin börnin og hún geti ekki bara tekið þau og farið. Ég bendi henni á að hún þurfi sem fyrst að hafa samband við sýslumann þar sem hún sé sannfærð um forræðisdeilu.“ Helga Sif er ein tíu mæðra sem nýverið leitaði til landlæknis vegna ófaglegrar og hlutdrægrar aðkomu dómkvadds matsmanns, sálfræðingsins Rögnu Ólafsdóttur, að forsjármálinu sem réði miklu um niðurstöðuna sem aðfararmálið byggir á. En héraðsdómur hafði falið Helgu Sif fulla forsjá yngri barnanna árið 2020, meðal annars vegna þess að ekki var talið þjóna hagsmunum barnanna að foreldrar færu með sameiginlega forsjá. Með dómi Símonar Sigvaldasonar í Landsrétti var hins vegar komið á sameiginlegri forsjá, faðir fékk lögheimili drengsins, en ekki var úrskurðað um umgengni hans við móður. Dómskerfið hefur snúið öllu á hvolf og yngri bróðir hans Patreks er tekinn með valdi, á meðan hann er að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu á spítala, og hann færður í hendurnar á manninum sem barnavernd vildi áður alls ekki að bróðir hans byggi með og ætlaði frekar að setja hann í fóstur. Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis og Gabríela er formaður samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í gær var birt neyðarkall til stjórnvalda og samfélagsins á Facebook - síðu Lífs án ofbeldis. Þegar þau orð voru skrifuð var aðför yfirvalda í gangi að dreng sem lá á sjúkrahúsi í lyfjagjöf. Hópur manns stóð fyrir utan deild sjúkrahússins og ætlaði með öllum ráðum að draga barnið út gegn vilja sínum og færa í hendur föður sem það óttast og hefur eindregið hafnað samskiptum við. Barnavernd Reykjavíkur, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan standa að þessari aðgerð. Lögmaður móður hefur reynt að skýra stöðu barnsins en engu tauti er komið við þessa aðila. Með aðgerðinni ætluðu yfirvöld að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Framkvæmd aðfarar í andstöðu við vilja barnsins er án undantekningar til þess fallin að skapa gríðarlegt tilfinningalegt álag fyrir barnið sem er langveikt og hefur ávallt reitt sig alfarið á umönnun móður sinnar. Mikil hætta er á að barnið hljóti óbætanlegan skaða af. Við fordæmum með öllu þetta skeytingarleysi gagnvart hagsmunum barna með aðgerðinni og hrottalega framkomu stjórnvalda gagnvart þolendum ofbeldis. Barnið er nógu þroskað til þess að tjá vilja sinn og það brýtur í bága við grundvallarreglu barnaréttar, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (12,gr.) og íslenskum barnalögum um rétt barns til að tjá sig (43.gr.) að horfa framhjá honum. Hæstiréttur hefur staðfest, með tilliti til stjórnarskrárvarins réttar barns til fjölskyldulífs (1. mgr. 71. gr.), að ætíð skuli meta hvað barni er fyrir bestu út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi sem einnig er varinn af íslenskri stjórnarskrá (3. mgr. 76. gr.). „Aðfaragerð er í öllum tilvikum barni þungbær framkvæmd og með vísan til heilsufar barnsins gæti aðfarargerð orðið honum sérlega þungbær. Barnavernd telur sér ekki stætt að taka afgerandi afstöðu til þess hvort að varhugavert geti talist að láta aðfaragerð eiga sér stað.“ Segir í gögnum barnaverndar um framkvæmdina sem áður var fyrirhuguð þann 21. mars 2022. En ef aðför telst í öllum tilvikum þungbær og vegna heilsu barnsins sérlega þungbær, hvers vegna telur barnavernd sér ekki stætt að taka afgerandi afstöðu með hagsmunum barnsins? Mikilvægt er að hafa í huga að það er faðir, með fulltingi frá Auði Björgu Jónsdóttur lögmanni, sem fer fram á þessa aðgerð gagnvart barni sínu. Árið 2020, lýsti Helga því fyrir fulltrúa barnaverndar, hvernig hún væri efins um framhald á sambandinu við barnsföður sinn en henni stæði um leið ógn af hótunum hans um að hann muni taka hin börnin og ekki tala við elsta barnið framar. Barnaverndarfulltrúi ritar: „Ég reyni að benda henni á að trúlega séu þetta mjög innantómar hótanir“. Íslensk yfirvöld hafa nú þvingað langveikan dreng í umsjá föður sem hefur aldrei, ekki í eitt skipti, séð um lyfjagjöf fyrir hann. Þetta voru 7 klukkustundir þar sem fulltrúi sýslumanns og lögmaður föður þrýstu á 9 ára gamalt barn að fara með föður sem beitt hefur miklu ofbeldi, barn sem var frávita af ótta og á meðan hann var í lyfjagjöf. Þegar móðir drengsins var fjarlægð frá barninu og faðir kom inn á sjúkrahúsið var það í allra fyrsta sinn sem hann er viðstaddur lyfjagjöf barnsins. Hjúkrunarfræðingur hringdi þá í móðurina, Helgu Sif, og spurði hvaða lyf barnið ætti að taka að staðaldri því faðir vissi það ekki. Í barnaverndargögnum frá árinu 2022, er farið yfir að barnið er með gigt og sársaukafullan sjúkdóm sem rýkur upp við andlegt álag, svo búa þarf um á viðeigandi hátt og sinna umbúðaskiptum. Einnig kemur fram í gögnunum hvernig sjúkdómurinn blossaði upp „eftir síðasta viðtal við sálfræðing vegna dómsmáls“ og því hefði læknir barnsins ráðlagt „að minnka andlegt álag á drenginn“. Barnið er vanalega marga daga að jafna sig eftir lyfjagjöf. Hvernig verður þetta álag ofan á það? Hver ætlar að sinna þörfum hans? Ætla yfirvöld að tryggja öryggi barnsins við þessar aðstæður? Helga Sif og Patrekur eldri sonur hennar, hafa sagt frá því í viðtali hjá Eigin Konum, að faðirinn beitti svo miklu ofbeldi á heimilinu að Patrekur gerði alvarlega sjálfsvígstilraun fyrir tveimur árum og barnavernd lagði hart að Helgu Sif að skilja við manninn, ella þyrfti að setja Patrek í fóstur til að vernda hann fyrir manninum. Orðrétt má lesa í gögnum frá barnavernd árið 2020: „Aðspurð segist Helga (sem situr mest grátandi undir samtalinu) stundum vera hrædd við [barnsföður]. Þegar ég tjái mig um að þetta sé óviðunandi ástand tekur Helga undir það en situr svo í ráðaleysi. Hún virðist á sama stað varðandi hugsanlegan skilnað og svarar mér bara með að „þetta er flókið“ þegar ég pressa á hana. Segir augljósa togstreytu um hin börnin og hún geti ekki bara tekið þau og farið. Ég bendi henni á að hún þurfi sem fyrst að hafa samband við sýslumann þar sem hún sé sannfærð um forræðisdeilu.“ Helga Sif er ein tíu mæðra sem nýverið leitaði til landlæknis vegna ófaglegrar og hlutdrægrar aðkomu dómkvadds matsmanns, sálfræðingsins Rögnu Ólafsdóttur, að forsjármálinu sem réði miklu um niðurstöðuna sem aðfararmálið byggir á. En héraðsdómur hafði falið Helgu Sif fulla forsjá yngri barnanna árið 2020, meðal annars vegna þess að ekki var talið þjóna hagsmunum barnanna að foreldrar færu með sameiginlega forsjá. Með dómi Símonar Sigvaldasonar í Landsrétti var hins vegar komið á sameiginlegri forsjá, faðir fékk lögheimili drengsins, en ekki var úrskurðað um umgengni hans við móður. Dómskerfið hefur snúið öllu á hvolf og yngri bróðir hans Patreks er tekinn með valdi, á meðan hann er að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu á spítala, og hann færður í hendurnar á manninum sem barnavernd vildi áður alls ekki að bróðir hans byggi með og ætlaði frekar að setja hann í fóstur. Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis og Gabríela er formaður samtakanna.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun