Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2022 19:12 Dóttir, systir, móðir og eiginkona syrgja fallinn hermann í bænum Zhytomyr í Úkraínu í dag. AP/Natacha Pisarenko Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. Skömmu fyrir innrásina hinn 24, febrúar höfðu Rússar safnað um 300 þúsund manna herliði við landamærin að Úkraínu. Strax á fyrstu dögum og vikum innrásarinnar rústuðu þeir bæjum og borgum í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs sem þeim tókst ekki að hertaka. Þótt Rússar hafi ekki náð Kænugarði á sitt vald náðu þeir að valda töluverðu tjóni með eldflaugaárásum sínum á íbúðarhús í útjaðri höfuðborgarinnar. Þessi mynd er frá 15. mars. Rússar segjast aldrei hafa gert árásir í íbúðarhús og saka Úkraínumenn um sviðsetningar og falsanir.AP/Felipe Dana Eftir að Rússar hrökkluðust á brott frá norðurhluta Úkraínu blöstu við hryllilegir stríðsglæpir. Almennir borgarar höfðu í hundraða og jafnvel þúsunda tali verið pyntaðir, skotnir á færi á götum út, á heimilum sínum og jafnvel hafði verið ekið yfir fólk á skriðdrekum í bænum Bucha. Ursula von der Leyen var eins og allir aðir slegin eftir að hafa séð viðbjóðslegan viðskilnað Rússa í Bucha. Margir leiðtogar Vesturlanda eins og Ursula von der Leyen heimsóttu bæinn og mynd sem tekin var af Zelenskyy eftir að hann skoðaði hryllingin var lýsandi fyrir þá djúpu sorg sem allur umheimurinn upplifði eftir að fjöldamorðin urðu opinber. Sorgin í augum Volodymyr Zelenskyy þegar hann virti fyrir sér hryllinginn Bucha er augljós og mikil.Twitter/@kgorchinskaya Rússar hafa alla tíð þrætt fyrir glæpi sína, segja fréttir af þeim falsaðar og setja sjálfa sig yfirleitt í stöðu fórnarlambsins. Dagurinn í dag er þar engin undantekning. Þegar Nila Zelinska snéri heim í bæinn Potashnya í útjaðri Kænugarðs hinn 31. maí var lítið sem ekkert eftir af húsi fjölskyldu hennar. Hér stendur hún grátandi með brúðu ömmustelpunnar sinnar fyrir utan rústir hússins.AP/Natacha Pisarenko Maria Zakharova talskona rússneska utanríkisráðuneytisins segir Úkraínumenn bera ábyrgð á því að 22 milljónir tonna af korni komist ekki sjóleiðina frá hafnarborgum í suðri og beri því ábyrgð á skorti og hungursneyð víða um heim. „Allir vita að það eru tundurdufl sem úkraínski herinn kom fyrir sem hindra kornútflutning, ekkert annað. Það er þetta sem hindrar útflutning á korni," sagði Zakharova á fréttamannafundi í dag. Hryllingurinn í Mariupol Þá er hryllingurinn í Mariupol kafli út af fyrir sig. Tugir þúsunda féllu í löngu umsátri og stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásum Rússa og hundruð þúsunda barna og fullorðinna hafa verið neydd yfir landamærin til Rússlands. Í gær sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að um 240 börn hefðu fallið í stríðinu og um 200 þúsund börn verið flutt til Rússlands. Hryllingurinn hefur hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol þar sem fólk kom föllnum samborgurum sínum fyrir í fjöldagröfum í almennings- og húsagörðum milli árása. Þessi mynd var tekin 9. mars.AP/Evgeniy Maloletka Vesturlönd og þá Bandaríkin sérstaklega hafa veitt Úkraínu gífurlega efnahags- og hernaðaraðstoð og gripið til víðtækra refsiaðgerða gegn Rússlandi, bönkum landsins, fyrirtækjum og einstaklingum sem aukið hafa verðbólgu, atvinnuleysi og vöruskort í Rússlandi. Þótt Putin og talsmenn hans segi aðgerðirnar ekki bíta er Rússum þó í mun að losna undan þeim og reyna að múta Vesturlöndum til þess. Þá eru meintar djúpsprengur Úkraínumanna í Svartahafi ekki lengur vandamál. „Ef Bandaríkin og Evrópusambandið vilja raunverulega koma í veg fyrir þá hungursneyð í heiminum sem þeim verður svo tíðrætt um ættu þau að aflétta þessum refsiaðgerðum. Þá geta allir sem þurfandi eru fengið þetta korn," sagði Zakharova. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur sagt þennan málflutning Rússa tilraun til kúgunar. Þá hefur Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands marg lýst yfir að ekki komi til greina að aflétta refsiaðgerðum gegn Rússum fyrr en hver einasti hermaður þeirra hefur yfirgefið Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy þakkaði Bandaríkjamönnum í dag fyrir mikinn stuðning þeirra við Úkraínu. Hann hvatti þá og aðrar þjóðir til að hraða sendingum á þungavopnum til landsins. Framtíð frjálsrar Evrópu væri að veði.AP/forsetaembætti Úkraínu Gífurlegir bardagar hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Donetsk og Luhansk héruðunum í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð Luhansk nánast algerlega á sitt vald en Úkraínumenn halda enn stórum hluta Donetsk. Forseti Úkraínu segir Rússa vísvitandi skapa skort á korni í heiminum til að reyna að grafa undan samstöðu Vesturlanda. Framtíð frjálsrar Evrópu ráðast á vígvellinum í Úkraínu. „Á þessari stundu er staðan þannig á vígvellinum í Úkraínu að hún getur valdið straumhvörfum í átökunum. Þegar Rússar tapa stríðinu gegn Úkraínu mun frelsi Evrópubúa sigra fyrir næstu áratugi," segir forseti Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30 Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi. 21. maí 2022 08:12 Baráttunni um Maríupól er lokið: Hermönnum bjargað frá Azovstal Fleiri en 260 úkraínskir hermenn, margir þeirra slasaðir, hafa verið fluttir á brott frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól eftir margra vikna harða bardaga. Óvíst er hversu margir eru enn í verksmiðjunni. 17. maí 2022 06:28 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Skömmu fyrir innrásina hinn 24, febrúar höfðu Rússar safnað um 300 þúsund manna herliði við landamærin að Úkraínu. Strax á fyrstu dögum og vikum innrásarinnar rústuðu þeir bæjum og borgum í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs sem þeim tókst ekki að hertaka. Þótt Rússar hafi ekki náð Kænugarði á sitt vald náðu þeir að valda töluverðu tjóni með eldflaugaárásum sínum á íbúðarhús í útjaðri höfuðborgarinnar. Þessi mynd er frá 15. mars. Rússar segjast aldrei hafa gert árásir í íbúðarhús og saka Úkraínumenn um sviðsetningar og falsanir.AP/Felipe Dana Eftir að Rússar hrökkluðust á brott frá norðurhluta Úkraínu blöstu við hryllilegir stríðsglæpir. Almennir borgarar höfðu í hundraða og jafnvel þúsunda tali verið pyntaðir, skotnir á færi á götum út, á heimilum sínum og jafnvel hafði verið ekið yfir fólk á skriðdrekum í bænum Bucha. Ursula von der Leyen var eins og allir aðir slegin eftir að hafa séð viðbjóðslegan viðskilnað Rússa í Bucha. Margir leiðtogar Vesturlanda eins og Ursula von der Leyen heimsóttu bæinn og mynd sem tekin var af Zelenskyy eftir að hann skoðaði hryllingin var lýsandi fyrir þá djúpu sorg sem allur umheimurinn upplifði eftir að fjöldamorðin urðu opinber. Sorgin í augum Volodymyr Zelenskyy þegar hann virti fyrir sér hryllinginn Bucha er augljós og mikil.Twitter/@kgorchinskaya Rússar hafa alla tíð þrætt fyrir glæpi sína, segja fréttir af þeim falsaðar og setja sjálfa sig yfirleitt í stöðu fórnarlambsins. Dagurinn í dag er þar engin undantekning. Þegar Nila Zelinska snéri heim í bæinn Potashnya í útjaðri Kænugarðs hinn 31. maí var lítið sem ekkert eftir af húsi fjölskyldu hennar. Hér stendur hún grátandi með brúðu ömmustelpunnar sinnar fyrir utan rústir hússins.AP/Natacha Pisarenko Maria Zakharova talskona rússneska utanríkisráðuneytisins segir Úkraínumenn bera ábyrgð á því að 22 milljónir tonna af korni komist ekki sjóleiðina frá hafnarborgum í suðri og beri því ábyrgð á skorti og hungursneyð víða um heim. „Allir vita að það eru tundurdufl sem úkraínski herinn kom fyrir sem hindra kornútflutning, ekkert annað. Það er þetta sem hindrar útflutning á korni," sagði Zakharova á fréttamannafundi í dag. Hryllingurinn í Mariupol Þá er hryllingurinn í Mariupol kafli út af fyrir sig. Tugir þúsunda féllu í löngu umsátri og stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásum Rússa og hundruð þúsunda barna og fullorðinna hafa verið neydd yfir landamærin til Rússlands. Í gær sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að um 240 börn hefðu fallið í stríðinu og um 200 þúsund börn verið flutt til Rússlands. Hryllingurinn hefur hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol þar sem fólk kom föllnum samborgurum sínum fyrir í fjöldagröfum í almennings- og húsagörðum milli árása. Þessi mynd var tekin 9. mars.AP/Evgeniy Maloletka Vesturlönd og þá Bandaríkin sérstaklega hafa veitt Úkraínu gífurlega efnahags- og hernaðaraðstoð og gripið til víðtækra refsiaðgerða gegn Rússlandi, bönkum landsins, fyrirtækjum og einstaklingum sem aukið hafa verðbólgu, atvinnuleysi og vöruskort í Rússlandi. Þótt Putin og talsmenn hans segi aðgerðirnar ekki bíta er Rússum þó í mun að losna undan þeim og reyna að múta Vesturlöndum til þess. Þá eru meintar djúpsprengur Úkraínumanna í Svartahafi ekki lengur vandamál. „Ef Bandaríkin og Evrópusambandið vilja raunverulega koma í veg fyrir þá hungursneyð í heiminum sem þeim verður svo tíðrætt um ættu þau að aflétta þessum refsiaðgerðum. Þá geta allir sem þurfandi eru fengið þetta korn," sagði Zakharova. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur sagt þennan málflutning Rússa tilraun til kúgunar. Þá hefur Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands marg lýst yfir að ekki komi til greina að aflétta refsiaðgerðum gegn Rússum fyrr en hver einasti hermaður þeirra hefur yfirgefið Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy þakkaði Bandaríkjamönnum í dag fyrir mikinn stuðning þeirra við Úkraínu. Hann hvatti þá og aðrar þjóðir til að hraða sendingum á þungavopnum til landsins. Framtíð frjálsrar Evrópu væri að veði.AP/forsetaembætti Úkraínu Gífurlegir bardagar hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Donetsk og Luhansk héruðunum í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð Luhansk nánast algerlega á sitt vald en Úkraínumenn halda enn stórum hluta Donetsk. Forseti Úkraínu segir Rússa vísvitandi skapa skort á korni í heiminum til að reyna að grafa undan samstöðu Vesturlanda. Framtíð frjálsrar Evrópu ráðast á vígvellinum í Úkraínu. „Á þessari stundu er staðan þannig á vígvellinum í Úkraínu að hún getur valdið straumhvörfum í átökunum. Þegar Rússar tapa stríðinu gegn Úkraínu mun frelsi Evrópubúa sigra fyrir næstu áratugi," segir forseti Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30 Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi. 21. maí 2022 08:12 Baráttunni um Maríupól er lokið: Hermönnum bjargað frá Azovstal Fleiri en 260 úkraínskir hermenn, margir þeirra slasaðir, hafa verið fluttir á brott frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól eftir margra vikna harða bardaga. Óvíst er hversu margir eru enn í verksmiðjunni. 17. maí 2022 06:28 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30
Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi. 21. maí 2022 08:12
Baráttunni um Maríupól er lokið: Hermönnum bjargað frá Azovstal Fleiri en 260 úkraínskir hermenn, margir þeirra slasaðir, hafa verið fluttir á brott frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól eftir margra vikna harða bardaga. Óvíst er hversu margir eru enn í verksmiðjunni. 17. maí 2022 06:28