Shakira og Piqué skilja eftir ellefu ára samband Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 21:08 Leiðir skilja hjá Shakiru og Gerard Piqué. Getty/ Europa Press Entertainment Kólumbíska tónlistarkonan Shakira og knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir ellefu ára samband. „Okkur hryggir að tilkynna ykkur að við erum að skilja. Með velferð barnanna okkar að leiðarljósi óskum við eftir því að friðhelgi þeirra sé virt,“ sögðu hjónin í tilkynningu í dag. Shakira, sem er 45 ára, og Piqué, sem er 35 ára, kynnust stuttu fyrir Heimsmeisaramótið í knattspyrnu í Suður-Afríku árið 2010. Piqué var einn þeirra knattspyrnumanna sem lék í tónlistarmyndbandi Shakiru við lagið Waka Waka (This Time for Africa), sem var lag keppninnar það árið. Árið 2011 opinberuðu þau sambandið. Síðan hafa þau eignast tvö börn, Milan sem eru 10 ára og Sasha sem er 7 ára. Shakira greindi nýlega frá því að börnin hennar hafi hjálpað henni að þróa hugmyndina að nýjasta tónlistarmyndbandinu hennar, Te Felicito. Miklir listamenn greinilega, eins og þau eiga kyn til. Undanfarna daga hafa sögusagnir um skilnað Shakiru og Piqués farið á flug á Spáni en slúðurmiðlar þar hafa ýjað að því að eitthvað væri að í sambandi þeirra og vísuðu til þess að Piqué væri fluttur af fjölskylduheimilinu í Barcelona og byggi einn í borginni. Þá leggst skilnaðurinn ofan á erfiða stöðu Shakiru en hún hefur verið ákærð fyrir skattsvik. Hollywood Ástin og lífið Spánn Fótbolti Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
„Okkur hryggir að tilkynna ykkur að við erum að skilja. Með velferð barnanna okkar að leiðarljósi óskum við eftir því að friðhelgi þeirra sé virt,“ sögðu hjónin í tilkynningu í dag. Shakira, sem er 45 ára, og Piqué, sem er 35 ára, kynnust stuttu fyrir Heimsmeisaramótið í knattspyrnu í Suður-Afríku árið 2010. Piqué var einn þeirra knattspyrnumanna sem lék í tónlistarmyndbandi Shakiru við lagið Waka Waka (This Time for Africa), sem var lag keppninnar það árið. Árið 2011 opinberuðu þau sambandið. Síðan hafa þau eignast tvö börn, Milan sem eru 10 ára og Sasha sem er 7 ára. Shakira greindi nýlega frá því að börnin hennar hafi hjálpað henni að þróa hugmyndina að nýjasta tónlistarmyndbandinu hennar, Te Felicito. Miklir listamenn greinilega, eins og þau eiga kyn til. Undanfarna daga hafa sögusagnir um skilnað Shakiru og Piqués farið á flug á Spáni en slúðurmiðlar þar hafa ýjað að því að eitthvað væri að í sambandi þeirra og vísuðu til þess að Piqué væri fluttur af fjölskylduheimilinu í Barcelona og byggi einn í borginni. Þá leggst skilnaðurinn ofan á erfiða stöðu Shakiru en hún hefur verið ákærð fyrir skattsvik.
Hollywood Ástin og lífið Spánn Fótbolti Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira