Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2022 11:34 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar allt frá því hún var kölluð að húsi í Barðavogi í Reykjavík á laugardagskvöld, þar sem karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um að hafa banað nágranna sínum. Lögregla segir rannsókninni miða vel. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum verið að afla okkur, og afla frekari gagna. Þannig að henni miðar bara nokkuð vel,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu. Búið sé að taka skýrslur af þeim vitnum sem lögregla hafði ætlað sér að ræða við. „Svo er aldrei að vita hvort það bætist eitthvað við. Það er eitthvað sem kemur í ljós síðar.“ Þó rannsókninni miði vel þurfi áfram að vinna úr gögnum af vettvangi og samtölum við vitni. Viðbrögð lögreglu hafi verið rétt Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. „Það sem búið er að skoða, þá er ekki hægt að sjá að afgreiðsla á því máli hefði átt að vera öðruvísi heldur en var.“ Að svo stöddu, er þá ekki talið að lögregla hefði átt að gera eitthvað öðruvísi? „Nei, síður en svo,“ segir Margeir. Margeir segir að þeir þættir rannsóknarinnar sem eftir standa geti tekið nokkurn tíma. „Nú erum við bara að draga saman upplýsingar og fá aðstoð annars staðar frá líka. Fá ýmsa aðila til að meta og skoða frekar. Það sem eftir er af þessu, svona vinna, það getur tekið nokkra mánuði.“ Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar allt frá því hún var kölluð að húsi í Barðavogi í Reykjavík á laugardagskvöld, þar sem karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um að hafa banað nágranna sínum. Lögregla segir rannsókninni miða vel. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum verið að afla okkur, og afla frekari gagna. Þannig að henni miðar bara nokkuð vel,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu. Búið sé að taka skýrslur af þeim vitnum sem lögregla hafði ætlað sér að ræða við. „Svo er aldrei að vita hvort það bætist eitthvað við. Það er eitthvað sem kemur í ljós síðar.“ Þó rannsókninni miði vel þurfi áfram að vinna úr gögnum af vettvangi og samtölum við vitni. Viðbrögð lögreglu hafi verið rétt Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. „Það sem búið er að skoða, þá er ekki hægt að sjá að afgreiðsla á því máli hefði átt að vera öðruvísi heldur en var.“ Að svo stöddu, er þá ekki talið að lögregla hefði átt að gera eitthvað öðruvísi? „Nei, síður en svo,“ segir Margeir. Margeir segir að þeir þættir rannsóknarinnar sem eftir standa geti tekið nokkurn tíma. „Nú erum við bara að draga saman upplýsingar og fá aðstoð annars staðar frá líka. Fá ýmsa aðila til að meta og skoða frekar. Það sem eftir er af þessu, svona vinna, það getur tekið nokkra mánuði.“
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25