Hjörtur var að klára sitt fyrsta tímabil á Ítalíu þar sem Pisa var hársbreidd frá því að komast upp í Serie A, ítölsku úrvalsdeildina. Liðið tapaði samtals 6-4 fyrir Monza í umspili um sæti í efstu deild. Hjörtur skoraði eitt marka Pisa í einvíginu.
Ljóst er að Hjörtur lék lokakafla tímabilsins meiddur og gekkst undir aðgerð nýverið. Frá þessu greindi leikmaðurinn sjálfur á Instagram-síðu sinni en kemur fram um hvurslags meiðsli er að ræða.
Hinn 27 ára gamli Hjörtur á að baki 25 leiki fyrir íslenska A-landsliðið.