Framtíð Ricciardo hjá McLaren í lausu lofti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 18:31 Daniel Ricciardo, ökumaður McLaren í Formúlu 1. Marco Canoniero/Getty Images Það virðist sem Formúlu 1 lið McLaren sé að íhuga að rifta samningi Daniel Ricciardo áður en hann verður samningslaus á næsta ári. Ricciardo hefur aðeins sankað að sér 11 stigum til þessa á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Hann hefur verið á eftir samherja sínum Lando Norris í öllum sjö tímatökum tímabilsin. Ökumaðurinn sjálfur segist vera með samning til 2023 en vinnuveitandi hans segir ákveðna hluti geta bundið enda á veru hans hjá félaginu áður en samningurinn rennur út. „Ég er með samning en ég vill ekki vera í 14. sæti. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég keppi, orðum það þannig.“ Ítalski-Ástralinn samdi við McLaren á síðasta ári og átti að aðstoða hinn unga Lando Norris. Fyrsta tímabil hans var hins vegar hvorki fugl né fiskur og þá hefur lítið sem ekkert gengið upp á tímabilinu til þessa. Á sama tíma er Norris með 48 stig. Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren, segir að það séu varnaglar til staðar ef frammistaða Ricciardo skáni ekki. „Við höldum áfram og sjáum til hvað gerist. Ég vil ekki segja einn kappakstur í einu því þannig vinnum við ekki en við sjáum hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Brown. Mikil óvissa virðist ríkja í kringum framtíð hins 32 ára gamla Ricciardo sem virðist mögulega vera á leið frá McLaren áður en samningur hans rennur út. Formúla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ricciardo hefur aðeins sankað að sér 11 stigum til þessa á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Hann hefur verið á eftir samherja sínum Lando Norris í öllum sjö tímatökum tímabilsin. Ökumaðurinn sjálfur segist vera með samning til 2023 en vinnuveitandi hans segir ákveðna hluti geta bundið enda á veru hans hjá félaginu áður en samningurinn rennur út. „Ég er með samning en ég vill ekki vera í 14. sæti. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég keppi, orðum það þannig.“ Ítalski-Ástralinn samdi við McLaren á síðasta ári og átti að aðstoða hinn unga Lando Norris. Fyrsta tímabil hans var hins vegar hvorki fugl né fiskur og þá hefur lítið sem ekkert gengið upp á tímabilinu til þessa. Á sama tíma er Norris með 48 stig. Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren, segir að það séu varnaglar til staðar ef frammistaða Ricciardo skáni ekki. „Við höldum áfram og sjáum til hvað gerist. Ég vil ekki segja einn kappakstur í einu því þannig vinnum við ekki en við sjáum hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Brown. Mikil óvissa virðist ríkja í kringum framtíð hins 32 ára gamla Ricciardo sem virðist mögulega vera á leið frá McLaren áður en samningur hans rennur út.
Formúla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira