Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. júní 2022 19:32 Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir erfitt að segja til um tímaramma þegar kemur að rannsókninni. Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir. Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir.
Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira