Tchouaméni er eini leikmaðurinn sem hefur byrjað inn á í báðum leikjum heimsmeistara Frakka í landsliðsglugganum til þessa. Hann er einn heitasti bitinn á félagaskiptamarkaðinum í sumar og hefur verið orðaður við fjölda félaga og þar á meðal Liverpool. Jurgen Klopp er mikill aðdáandi þessa leikmanns sem getur leyst af allar stöður á miðjunni.
Einhverjir miðlar greina frá því að leikmaðurinn hafi náð samkomulagi við Liverpool. Ítalski fjölmiðlamaðurinn og félagaskipta sérfræðingurinn Fabrizio Romano segir þó að Tchouaméni muni hafna Liverpool en samkvæmt honum vill leikmaðurinn sjálfur fara til Real Madrid. Tchouaméni hefur þó neitað að tjá sig um framtíðina sína í fjölmiðlum.
„Tchouaméni setur félagaskipti til Real í forgang. Nú er þetta undir félögunum tveimur komið, sem eru að ræða kaupverðið,“ skrifaði Romano á Twitter.
Talið er að Monaco vilji fá 100 milljónir evra fyrir leikmanninn en Real Madrid hefur lagt fram kauptilboð upp á 80 milljónir evra.
Real Madrid will be in direct negotiations with AS Monaco again this week for Aurelién Tchouaméni. Paris Saint-Germain sources also feel he's fighting to join Real Madrid as soon as possible. ⭐️🇫🇷 #transfers
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2022
Real are discussing about add-ons and more with Monaco. Key week ahead.