Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2022 15:19 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins kunni ekki að meta þann litla fyrirvara sem minnihlutaflokkunum var gefinn til að gaumgæfa breytingartillögur meirihlutans. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03