Bann gegn guðlasti lögfest á ný Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. júní 2022 17:30 Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar. Það er að réttarbót að tryggja að bann við mismunun taki til mismununar á grundvelli framangreindra atriða, að einu undanskildu þó. Ef lögum er breytt á þann veg að gagnrýni á trúarbrögð kunni að teljast mismunun þá kann það að leiða til skerðingar á tjáningarfrelsi með sama hætti og bann við guðlasti. Hér er verið að gera trú, trúartilfinningu og trúarlíf að verndarhagsmunum laganna og hegðun (áreitni) sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og skapa aðstæður sem eru meðal annars móðgandi vegna trúar einstaklings. Ekki er útilokað að Alþingi kunni að lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyrir slysni. Árið 2015 var bann gegn guðlasti var numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast og var eftirfarandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, var háð mati hverju sinni og einungis dómstóla að skera úr um. Árið 1984 féll hæstaréttardómur um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í máli tímaritsins Spegillinn. Í dómsorði sagði að verndarandlag ákvæðisins væri trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði. Taldist því brot að smána trú og trúarlíf fólk ef verknaðinum fylgdi ekki framlag til málefnalegrar umræðu. Í athugasemdum við frumvarp það sem felldi á brott bann gegn guðlasti segir að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og því sé viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Verði frumvarpið að lögum mun það falla undir áreitni ef einhver misbýður virðingu viðkomandi vegna trúar og skapar aðstæður sem eru niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi vegna trúar. Hér er kveðið á um sömu verndarhagsmuni og voru í lögum um bann gegn guðlasti. Hér er því verið að lögfesta bann gegn guðlasti aftur og samhliða því verið að skerða tjáningarfrelsi almennings. Í frjálsu samfélagi er tjáning án ótta við refsingu af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra er grundvallaratriði. Ljóst er af greinargerð frumvarpsins að ekki hefur verið athugað hvort efni þess kunni fela í lögfestingu á banni við guðlasti að nýju. Frumvarpið er því ekki nægjanlega vel unnið og ígrundað. Annað sem er sætir furðu við nefnt frumvarp er að verði það að lögum verða tvenn lög á Íslandi um jafna meðferð fólks, annars vegar lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn veiti fólki sömu réttarvernd með því að tryggja því jafna meðferð í samfélagi innan og utan vinnustaðar. Sé um sömu réttarverndina að ræða þarf að svara því hvers vegna verið sé að kveða á um hana í tvennum lögum. Skilin á gildissviði laganna þurfa einnig að vera skýr, það er hvenær lögin um jafna meðferð utan vinnumarkaðar gild og hvenær lögin innan vinnumarkaðar. Engin nauðsyn er á að tvenn lög tryggi fólki jafna meðferð í samfélaginu, ein utan vinnumarkaðar og önnur lög innan vinnumarkaðar. Það getur skapað misræmi í réttarverndinni og leitt til mismunandi réttarverndar í lagaframkvæmd. Forsætisráðherra virðist hafa lagt fram ofangreint frumvarp af kannski meira kappi en forsjá er kemur að því að lögfesta réttinn til jafnrar meðferðar fólks í samfélaginu og án þess að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra lýðræðis samfélaga. Þau grundvallarmannréttindi geta falið í sér rétt og frelsi til að móðga aðra, að minnsta kosti þegar kemur að trú líkt og Alþingi féllst á árið 2015. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar. Það er að réttarbót að tryggja að bann við mismunun taki til mismununar á grundvelli framangreindra atriða, að einu undanskildu þó. Ef lögum er breytt á þann veg að gagnrýni á trúarbrögð kunni að teljast mismunun þá kann það að leiða til skerðingar á tjáningarfrelsi með sama hætti og bann við guðlasti. Hér er verið að gera trú, trúartilfinningu og trúarlíf að verndarhagsmunum laganna og hegðun (áreitni) sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og skapa aðstæður sem eru meðal annars móðgandi vegna trúar einstaklings. Ekki er útilokað að Alþingi kunni að lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyrir slysni. Árið 2015 var bann gegn guðlasti var numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast og var eftirfarandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, var háð mati hverju sinni og einungis dómstóla að skera úr um. Árið 1984 féll hæstaréttardómur um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í máli tímaritsins Spegillinn. Í dómsorði sagði að verndarandlag ákvæðisins væri trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði. Taldist því brot að smána trú og trúarlíf fólk ef verknaðinum fylgdi ekki framlag til málefnalegrar umræðu. Í athugasemdum við frumvarp það sem felldi á brott bann gegn guðlasti segir að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og því sé viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Verði frumvarpið að lögum mun það falla undir áreitni ef einhver misbýður virðingu viðkomandi vegna trúar og skapar aðstæður sem eru niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi vegna trúar. Hér er kveðið á um sömu verndarhagsmuni og voru í lögum um bann gegn guðlasti. Hér er því verið að lögfesta bann gegn guðlasti aftur og samhliða því verið að skerða tjáningarfrelsi almennings. Í frjálsu samfélagi er tjáning án ótta við refsingu af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra er grundvallaratriði. Ljóst er af greinargerð frumvarpsins að ekki hefur verið athugað hvort efni þess kunni fela í lögfestingu á banni við guðlasti að nýju. Frumvarpið er því ekki nægjanlega vel unnið og ígrundað. Annað sem er sætir furðu við nefnt frumvarp er að verði það að lögum verða tvenn lög á Íslandi um jafna meðferð fólks, annars vegar lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn veiti fólki sömu réttarvernd með því að tryggja því jafna meðferð í samfélagi innan og utan vinnustaðar. Sé um sömu réttarverndina að ræða þarf að svara því hvers vegna verið sé að kveða á um hana í tvennum lögum. Skilin á gildissviði laganna þurfa einnig að vera skýr, það er hvenær lögin um jafna meðferð utan vinnumarkaðar gild og hvenær lögin innan vinnumarkaðar. Engin nauðsyn er á að tvenn lög tryggi fólki jafna meðferð í samfélaginu, ein utan vinnumarkaðar og önnur lög innan vinnumarkaðar. Það getur skapað misræmi í réttarverndinni og leitt til mismunandi réttarverndar í lagaframkvæmd. Forsætisráðherra virðist hafa lagt fram ofangreint frumvarp af kannski meira kappi en forsjá er kemur að því að lögfesta réttinn til jafnrar meðferðar fólks í samfélaginu og án þess að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra lýðræðis samfélaga. Þau grundvallarmannréttindi geta falið í sér rétt og frelsi til að móðga aðra, að minnsta kosti þegar kemur að trú líkt og Alþingi féllst á árið 2015. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun