Sjáðu hraðþrennu Kötlu, sigurmark Hildar og Eyjakonur bæta fyrir mistökin Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:01 Breiðablik vann Selfoss í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Vísir/Diego Mörkunum rigndi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og hér á Vísi má sjá öll mörkin úr umferðinni. Sautján ára leikmaður Þróttar skoraði þrennu á tuttugu mínútum. Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira