Léleg lagerstaða í Blóðbankanum: „Staðan er grafalvarleg“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2022 21:42 Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans hefur áhyggjur af stöðunni. Sér í lagi þar sem reynslan hefur sýnt að færri mæta til að gefa blóð yfir sumartímann. Vísir/Arnar Blóðgjöfum hefur fækkað á síðustu árum sem hefur haft þau áhrif að birgðir Blóðbankans eru nú undir öryggismörkum. Deildarstjóri bankans hefur áhyggjur af komandi sumri. Landspítalinn sendi í dag frá sér ákall til fólks um að koma í Blóðbankann og gefa blóð vegna slæmrar birgðastöð í bankanum. „Staðan er grafalvarleg. Lagerstaðan er bara mjög léleg og þetta stefnir öryggi sjúklinga í hættu og þetta er staða sem við þurfum að vinna upp á næstu dögum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem upp kemur,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans. Um helmingi meira þarf að vera til á lagernum að mati Ínu til að öryggi sé tryggt. „Við eigum svona sirka kannski tvö hundruð og sjötíu einingar hér í húsi. Við viljum eiga fjögur hundruð, fjögur hundruð og fimmtíu, fjögur hundruð og fimmtíu þá erum við nokkuð sátt. Þannig að við erum langt undir því.“ Ína hefur áhyggjur af komandi sumri. „Það er ekki gott að byrja svona í júníbyrjun með mjög lélegan lager.“ Nokkuð var að gera í Blóðbankanum í dag eftir að ákallið var sent út en margir þar eru fastagestir. „Blóðbílinn ég bara eitthvað villtist inn í hann og síðan bara er eitthvað sem er auðvelt að gera, þannig að það er bara minnsta mál,“ segir Tómas Albert Holton einn þessara fastagesta. Ína segir að í kringum átta þúsund blóðgjafar komi í bankann á hverju ári en erfiðlega hefur gengið að fá nýja blóðgjafa. „Við erum náttúrulega með minnkandi hóp blóðgjafa því að við höfum ekki getað farið í blóðsöfnunarferðir. Við höfum aðallega verið að fá blóðgjafa af stór Reykjavíkursvæðinu og í kringum Akureyri. Við höfum ekki getað notað blóðbankabílinn vegna Covid. Þannig að tvö ár án þess að fá inn marga nýja það hefur áhrif á blóðgjafahópinn.“ Ína segir að blóðið sem safnist fari að mestu leyti til krabbameinssjúklinga, þeirra sem fari í aðgerðir og þeirra sem lendi í slysum. „Nú er fólk að fara í ferðalög. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Þannig að þá fáum við fleiri slys. Þá fáum við meiri notkun og þá þurfum við að eiga nóg.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Blóðgjöf Tengdar fréttir Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Landspítalinn sendi í dag frá sér ákall til fólks um að koma í Blóðbankann og gefa blóð vegna slæmrar birgðastöð í bankanum. „Staðan er grafalvarleg. Lagerstaðan er bara mjög léleg og þetta stefnir öryggi sjúklinga í hættu og þetta er staða sem við þurfum að vinna upp á næstu dögum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem upp kemur,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans. Um helmingi meira þarf að vera til á lagernum að mati Ínu til að öryggi sé tryggt. „Við eigum svona sirka kannski tvö hundruð og sjötíu einingar hér í húsi. Við viljum eiga fjögur hundruð, fjögur hundruð og fimmtíu, fjögur hundruð og fimmtíu þá erum við nokkuð sátt. Þannig að við erum langt undir því.“ Ína hefur áhyggjur af komandi sumri. „Það er ekki gott að byrja svona í júníbyrjun með mjög lélegan lager.“ Nokkuð var að gera í Blóðbankanum í dag eftir að ákallið var sent út en margir þar eru fastagestir. „Blóðbílinn ég bara eitthvað villtist inn í hann og síðan bara er eitthvað sem er auðvelt að gera, þannig að það er bara minnsta mál,“ segir Tómas Albert Holton einn þessara fastagesta. Ína segir að í kringum átta þúsund blóðgjafar komi í bankann á hverju ári en erfiðlega hefur gengið að fá nýja blóðgjafa. „Við erum náttúrulega með minnkandi hóp blóðgjafa því að við höfum ekki getað farið í blóðsöfnunarferðir. Við höfum aðallega verið að fá blóðgjafa af stór Reykjavíkursvæðinu og í kringum Akureyri. Við höfum ekki getað notað blóðbankabílinn vegna Covid. Þannig að tvö ár án þess að fá inn marga nýja það hefur áhrif á blóðgjafahópinn.“ Ína segir að blóðið sem safnist fari að mestu leyti til krabbameinssjúklinga, þeirra sem fari í aðgerðir og þeirra sem lendi í slysum. „Nú er fólk að fara í ferðalög. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Þannig að þá fáum við fleiri slys. Þá fáum við meiri notkun og þá þurfum við að eiga nóg.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Blóðgjöf Tengdar fréttir Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28