Nú er tæpt ár síðan Gylfi Þór var handtekinn. Mál hans er enn til meðferðar hjá lögreglu sem hefur ekki tekið ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Hann sætir nú farbanni sem rennur út 16. júlí næstkomandi.
Daniel Taylor, rannsóknarblaðamaður á The Athletic, fjallar um málið í grein sem birtist nú í morgun.
Gylfi Þór er ekki nafngreindur í greininni, frekar en í fyrri umfjöllun breskra fjölmiðla um mál hans. Er það gert vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist. Landsliðsmaðurinn hefur áður verið nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum.
Á vef The Athletic segir að Gylfi Þór hafi verið fluttur í svokallað öryggishús eftir að lögreglan handtók hann. Þar segir einnig að Everton, vinnuveitandi Gylfa Þórs, hafi aðstoðað hann við að finna hús en enginn hjá félaginu tekur þó undir það.
Einnig segist Daniel hafa öruggar heimildir fyrir því að fartölva Gylfa Þórs hafi verið tekin af honum og þá er minnst á að sögusagnir séu uppi um að límt hafi verið fyrir alla þakgluggana þar sem Gylfi Þór dvelur nú. Ku það hafa verið gert til að ekki sé hægt að taka myndir í gegnum gluggana.
It's almost a year since an unnamed footballer was arrested on suspicion of child sex offences.
— Daniel Taylor (@DTathletic) June 9, 2022
What we know so far and how his club have dealt with it: crisis management, moving him to a 'safe house' and waiting to hear if charges will follow.https://t.co/YGlTr53ci4
Þann 16. júlí verður liðið slétt ár síðan Gylfi Þór var handtekinn. Síðan þá hefur honum verið veitt lausn gegn tryggingu fimm sinnum en hann hefur ekki mátt yfirgefa Bretlandseyjar vegna málsins.