Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júní 2022 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á apabólufaraldri en býst við fleiri tilfellum á næstunni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sýnin tvö verða send til útlanda eins fljótt og hægt er til að staðfesta greininguna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt greining. Það kemur Þórólfi ekki á óvart apabólan hafi borist til Íslands. „Við erum búin að bíða eftir því og höfum talið mjög líklegt að hún myndi berast hingað ein sog hún hefur borist til annarra Evrópulanda. Þetta er bara það sem er að gerast núna.“ Hinir veiku eru nú í einangrun og stendur smitrakning yfir. Þórólfur segir að mennirnir séu blessunarlega ekki mikið veikir. „Sem betur fer. Þeir eru með þessi einkennandi einkenni; útbrot á húð og það er það sem við erum að vara við og vekja athygli á að ef fólk fær svona bólur og blöðrur á húð og sérstaklega á kynfærasvæðið þá á það að leita sér aðstoðar því það er í rauninni eina ráðið til að hefta útbreiðslu á þessu. Það er mikilvægt að fólk fái greiningu eins fljótt og hægt er.“ Það sé einn af tveimur lykilþáttum til að stemma stigu við útbreiðslu. Hinn er að forðast þekktar smitleiðir. „Að fólk fari þá sérstaklega varlega í nánum kynnum við ókunnuga og sérstaklega á ferðum sínum erlendis.“ En nú höfum við séð fréttir af sjúkdómnum hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hvað gætum við átt von á hér á Íslandi. Hvaða lærdóm getum við dregið af nágrannaþjóðum okkar? „Það er erfitt að segja. Meðgöngutími á smiti er dáldið langur og það getur tekið einhvern tíma að fá greiningu. Þetta dregst svolítið. Þetta er ekki eins og COVID eða aðrar öndunarfærasýkingar þar sem meðgöngutíminn er stuttur og fólk greinist mjög hratt þannig að þetta getur dregist svolítið. Ég held að við getum alveg búist við því að sjá hér fleiri tilfelli á næstunni, það kæmi mér alls ekki á óvart. Það hefur verið nokkuð hröð útbreiðsla í Evrópu en við búumst alls ekki við stórum faraldri þannig, þetta er ekki þannig sýking eða þannig smit. Hún smitast ekki eins auðveldlega eins og COVID til dæmis en það eru þessar ákveðnu aðstæður sem stuðla að smiti og það er það sem við erum að hamra á og benda á.“ Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Sýnin tvö verða send til útlanda eins fljótt og hægt er til að staðfesta greininguna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirgnæfandi líkur á að þetta sé rétt greining. Það kemur Þórólfi ekki á óvart apabólan hafi borist til Íslands. „Við erum búin að bíða eftir því og höfum talið mjög líklegt að hún myndi berast hingað ein sog hún hefur borist til annarra Evrópulanda. Þetta er bara það sem er að gerast núna.“ Hinir veiku eru nú í einangrun og stendur smitrakning yfir. Þórólfur segir að mennirnir séu blessunarlega ekki mikið veikir. „Sem betur fer. Þeir eru með þessi einkennandi einkenni; útbrot á húð og það er það sem við erum að vara við og vekja athygli á að ef fólk fær svona bólur og blöðrur á húð og sérstaklega á kynfærasvæðið þá á það að leita sér aðstoðar því það er í rauninni eina ráðið til að hefta útbreiðslu á þessu. Það er mikilvægt að fólk fái greiningu eins fljótt og hægt er.“ Það sé einn af tveimur lykilþáttum til að stemma stigu við útbreiðslu. Hinn er að forðast þekktar smitleiðir. „Að fólk fari þá sérstaklega varlega í nánum kynnum við ókunnuga og sérstaklega á ferðum sínum erlendis.“ En nú höfum við séð fréttir af sjúkdómnum hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hvað gætum við átt von á hér á Íslandi. Hvaða lærdóm getum við dregið af nágrannaþjóðum okkar? „Það er erfitt að segja. Meðgöngutími á smiti er dáldið langur og það getur tekið einhvern tíma að fá greiningu. Þetta dregst svolítið. Þetta er ekki eins og COVID eða aðrar öndunarfærasýkingar þar sem meðgöngutíminn er stuttur og fólk greinist mjög hratt þannig að þetta getur dregist svolítið. Ég held að við getum alveg búist við því að sjá hér fleiri tilfelli á næstunni, það kæmi mér alls ekki á óvart. Það hefur verið nokkuð hröð útbreiðsla í Evrópu en við búumst alls ekki við stórum faraldri þannig, þetta er ekki þannig sýking eða þannig smit. Hún smitast ekki eins auðveldlega eins og COVID til dæmis en það eru þessar ákveðnu aðstæður sem stuðla að smiti og það er það sem við erum að hamra á og benda á.“
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en í morgun bárust þær fregnir að fyrstu tilfelli apabólu hefðu að öllum líkindum greinst hér á landi. 9. júní 2022 11:37
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02