Stuðningsfulltrúi tognaði á öxl og fær átta milljónir í bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:01 Slysið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur verið gert að greiða stuðningsfulltrúa sveitarfélagsins tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð við umönnun hans á þroskaskertum einstaklingi. Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans. Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans.
Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira