Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 17:07 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags. Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags.
Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira